Körfubolti

Körfuboltakvöld: Umræða um Njarðvík og Richotti

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Úr Subway Körfuboltakvöldi
Úr Subway Körfuboltakvöldi

Kjartan Atli Kjartanson og félagar í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Nicolas Richotti, leikmanns Njarðvíkur, í leiknum gegn Þór Þorlákshöfn á föstudagskvöld.

Argentínumaðurinn var illviðráðanlegur í leiknum. Hann byrjaði leikinn gríðarlega vel og skoraði að lokum 29 stig í leiknum. Richotti á frábæran feril að baki og margir bjuggust við miklu af honum þegar hann mætti til landsins í haust. Hann hefur þó þurft að þola gagnrýni undanfarið.

„Þeir eru búnir að fá smá gagnrýni eftir síðustu leiki bæði Basile og svo Richotti. Þeir tóku það heldur betur til sín og Richotti var bara frábær. Mér fannst hann frábær varnarlega líka og þú sást bara alla einbeitinguna. Hann var svona, ég vill ekki segja gráðugri, en hann var meira ða leita fyrir sjálfan sig“, sagði Teitur Örlygsson.

Darri talaði um „oh shit lineup“ hjá Njarðvík.

„Þetta er í annað skiptið á tímabilinu þar sem maður sér svona oh shit lineup hjá Njarðvík, með Hauk í þristinum“, sagði Darri Freyr Atlason.

Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Njarðvík og RichottiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.