Það keppir enginn í maraþonhlaupi með sementspoka á bakinu Jón Ingi Hákonarson skrifar 5. janúar 2022 07:30 Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Íslenska krónan Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt aðaleinkenni íslensks atvinnulífs og Íslendinga almennt er dugnaður og útsjónarsemi. Í aldanna rás hafa Íslendingar unnið baki brotnu og tekist að byggja upp gott samfélag þar sem fólk hefur það almennt nokkuð gott þó auðvitað séu hér hópar sem hafa verið skildir eftir. Þegar horft er á þróunina frá stríðslokum 1945 þá höfum við í raun farið frá því að vera eitt fátækasta ríki Evrópu í eitt það blómlegasta. Það mál líkja þessum árangri við það að keppa í maraþonhlaupi á HM í frjálsum íþróttum og vera eini keppandinn með sementspoka á bakinu en hafna samt í einu af efstu sætunum. Til að ná slíkum árangri þarf hlauparinn að æfa miklu meira en hinir til að ná þessum árangri, leggja tvöfalt meira á sig. Er ekki kominn tími til að losa okkur við sementspokann og uppskera laun erfiðis okkar? Ég trúi á jöfn tækifæri en þegar sumir þurfa að hlaupa með sementspoka á bakinu er um ójafna keppni að ræða. Flokkur fólksins hefur nú bent á eina af birtingarmyndum þessa ójafna kapphlaups. Bankarnir skila feitum hagnaði á sama tíma og verð hlutfjár í þeim rýkur upp á tímum djúprar efnahagslægðar. Skilaboðin eru þau að hækka beri bankaskattinn sem sumir halda fram að muni einungis leiða til hækkunar þjónustugjalda og vaxtamunar og þar með þyngja þennan blessaða sementspoka. Rót vandans liggur í áhættusömum örgjaldmiðli sem kostar almenning tugi milljarða á ári, gjaldmiðli sem hamlar samkeppni, gjaldmiðli sem þrífst ekki nema með höftum. Viðbrögðin eru samt alltaf þau sömu, að meðhöndla einkennin í stað þess að ráðast að rótum vandans. Á meðan burðumst við með æ þyngri sementspoka á bakinu í lífsgæðakapphlaupinu, úrvinda dugnaðarfólk. Er þetta ekki bara komið gott? Er ekki bara best að leggja sementspokanum og leyfa okkur að njóta raunverulegs ávinnings dugnaðar okkar og útsjónarsemi með alvöru gjaldmiðli? Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar