Viðskipti erlent

Fær­eyski Michelin-staðurinn flytur til Græn­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Koks hefur síðustu ár verið til húsa við Leynavatn á Straumey. Staðuinn fékk sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017 og bætti við sig annarri árið 2019.
Koks hefur síðustu ár verið til húsa við Leynavatn á Straumey. Staðuinn fékk sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017 og bætti við sig annarri árið 2019. Koks

Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands.

Frá þessu er greint á Facebook-síðu staðarins þar sem tekið er fram að eftir flutninginn verði staðurinn eini Michelin-staðurinn norðan heimskautsbaugs.

Til stendur að Koks, sem fagnar tíu ára afmæli í ár, opni í Ilimanaq, um fimm hundruð kílómetra norður af Nuuk á vesturströnd Grænlands, næsta sumar.

Segir að Koks verði starfandi í Ilimanaq næstu tvö sumur og muni svo snúa aftur í nýtt húsnæði í Færeyjum árið 2024.

Koks, sem hefur verið við Leynavatn á Straumey, um 24 kílómetra norður af Þórshöfn, hlaut sína fyrstu Michelin-stjörnu árið 2017. Árið 2019 bætti staðurinn við sig annarri Michelin-stjörnu.

Staðurinn tekur einungis við þrjátíu gestum á kvöldi.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.