Viðskipti erlent

Færeyingar fagna einnig sinni fyrstu Michelin-stjörnu

atli ísleifsson skrifar
Höfnin í Þórshöfn. Koks er að finna nokkru suður af höfuðborginni á Straumey.
Höfnin í Þórshöfn. Koks er að finna nokkru suður af höfuðborginni á Straumey. Vísir/Getty

Íslenska þjóðin er ekki sú eina sem fagnaði því að veitingastaður í viðkomandi landi hafi loks fengið Michelin-stjörnu.

Færeyski veitingastaðurinn Restaurant Koks á hlaut í morgun, líkt og Dill í Reykjavík, Michelin-stjörnu, en þetta eru fyrstu staðirnir á eyjunum sem hljóta slíka viðurkenningu.

Um er að ræða eina stærstu viðurkenningu sem veitingastaðir um allan heim keppast um að fá, en verðlaunin voru afhent í Stokkhólmi í morgun. 

Veitingastaðurinn Koks er að finna í Kirkjubøur, rétt suður af höfuðborginni Þórshöfn, og leggur áherslu á sjávarrétti. Yfirkokkur Koks hefur Poul Andrias Ziska.

Sjá má matseðilinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×