Bílar

Lögreglan í New York fær heimild til að panta Mustang-Mach-E og Tesla Model 3

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Tesla Model 3 og regnbogi.
Tesla Model 3 og regnbogi. Vilhelm Gunnarsson

New York borg hefur ráðist í metnaðarfulla aðgerð sem snýst um að rafvæða lögreglubílaflota borgarinnar. Borgarstjórn New York borgar hefur nú veitt heimild fyrir kaupum á 184 Ford Mustang Mach-E rafbílum.

Prófanir hafa farið fram á vegum lögreglunnar á Mustang Mach-E og þá hefur verið veitt heimild fyrir kaupum á 250 Tesla Model 3 bifreiðum. Bílarnir verða notaðir til löggæslustarfa á New York.

Hér að neðan má sjá tíst frá Jim Farley, framkvæmdastjóra Ford.

Tesla samningurinn hljóðar upp á 12,36 milljónir dollara, um 1,6 milljarður króna. Borgarstjóri New York, Bill de Blasio tilkynnti nýlega um 240 milljón dollara eða um 31,4 milljarða króna fjárfestingu í rafbílavæðingu og hleðsluinnviðum.

Fregnir herma að ítarlegri upplýsingar um samninginn um kaupin á Model 3 sverði kynntar fljótlega. Mustang Mach-E bílarnir eru væntanlegir fyrir lok júní á næsta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×