Mígreni, vefjagigt, bakverkir og aðrir langvinnir verkjasjúkdómar Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2021 12:01 Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun