Mígreni, vefjagigt, bakverkir og aðrir langvinnir verkjasjúkdómar Helga B. Haraldsdóttir skrifar 27. desember 2021 12:01 Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fæddist Víkingur Heiðar og aðrir píanósnillingar með snilligáfu? Kannski að einhverju leyti en fyrst og fremst liggur að baki þeirra snilligáfu ótrúlega mikill tími settur í æfingar. Æfingar sem hafa þau áhrif að mýelínslíður á taugafrumum eykst svo taugaboðin berast hraðar. Það sem við veitum athygli og gefum tíma okkar það hefur tilhneigingu til að vaxa. Það sama á við um verki. Þess vegna er það svo að langvinnir verkir hafa tilhneigingu til að aukast með tímanum og dreifa sér þar sem við verðum svo góð í að vera verkjuð, við breytumst í verkjasnillinga. Í flestum tilvikum þegar verkir hafa verið í þrjá mánuði eða lengur þá eru þeir lærðir og hafa lítið með svæðið sem við finnum til á (t.d. bakið) að gera heldur liggja einungis í taugakerfinu. Gerð var rannsókn árið 2004 þar sem þrýstingur var settur á fingur hjá annars vegar verkjalausum og hins vegar fólki með langvinnan verkjasjúkdóm. Í ljós kom að sama áreiti olli mun meiri verkjum hjá þeim sem höfðu langvinnan verkjasjúkdóm. Auðvitað, þeir krónísku eru orðnir svo góðir í að hafa verki. Segulómun við þrýstinginn á fingur sýndi að fleiri svæði í heila lýstu upp hjá þeim sem höfðu langvinna verki en hjá þeim verkjalausu. Önnur rannsókn sýndi að þegar verkir verða langvinnir þá færast verkirnir yfir á tilfinningasvæði í heilanum Hashmi og fél. Brain - 2013. Allt er þegar þrennt er svo ég ætla að bæta við þriðju rannsókninni. Í þessari rannsókn kom í ljós mun minni virkni í heila við verkjaáreiti þegar þátttakendur höfðu læknast af langvinnum verkjum heldur en áður. Það er líka þekkt í verkjafræðum að ef fólk slasar sig á miklum streitutíma þá eru meiri líkur á að verkirnir verði langvinnir. Það að þjást af langvarandi verkjum er síðan mjög streituvaldandi. Þeir valda neikvæðum hugsunum sem auka streituhormónin í líkamanum og þeir valda oft svefnleysi, geta haft slæm áhrif á starfsgetu og náin sambönd. Fólk festist í streitu- og verkjavítahring. En þá er komið að skemmtilega hlutanum. Rannsóknir hafa verið að sýna betur og betur hve sveigjanleiki heilans (e. neuroplasticity) er mikill (nú nenni ég ekki lengur að leita að grein til að vitna í svo þú verður bara að trúa mér eða kíkja á greinarnar hér fyrir ofan - manstu, allt er þegar þrennt er). Við sem sagt breytum heilanum við notkun. Daglega þá hefur það sem við gerum, hugsum og vekjum athygli áhrif á taugafrumurnar okkar og breytir því hver við erum og fólk getur náð mikilli stjórn á tilfinningalífi sínu og verkjum. Ég leyfi mér að fullyrða, það má taka stórt upp í sig á jólunum, að langflestir krónískir verkjasjúklingar geti losnað úr verkjakrumlunni með því einu að vinna með hugsun og hegðun. Mér tókst það og miklum fjölda annarra. Vertu nú góð/góður/gott við þig og gefðu nýrri hugsun séns, það eru nú einu sinni jólin. Ég mæli með að skoða efni frá t.d. Lorimer Moseley, Howard Schubiner, Pain Psychology Center og tmswiki. Ég er líka með efni á heimasíðunni minni verkjalaus.is, svo sem hljóðvarpið mitt, Verkjacastið. Ef þú last þetta langt en situr nú og fussar og hugsar að hjá þér sé bein við bein í bakinu, það hafirðu staðfest af lækni. Þá vil ég segja við þig að það er fullt af fólki að leika sér þarna úti, verkjalaust, með bein við bein í bakinu. Þetta hef ég frá hryggskurðlækni sem heitir David Hanscom. Við fullorðna fólkið fáum öll slit, rétt eins og við komumst ekki hjá gráu hári og hrukkum, en það þýðir ekki að það valdi verkjum. Höfundur er sálfræðingur á sálfræðistofunni Verkjalaus og viðurkenndur meðferðaraðili í Verkjaendurferlun.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar