Viðskipti innlent

Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótel Saga var á sínum tíma eitt flottasta hótel bæjarins og með vinsælum veitingastöðum og bar. Þar voru líka reglulega dansleikir og samkomur.
Hótel Saga var á sínum tíma eitt flottasta hótel bæjarins og með vinsælum veitingastöðum og bar. Þar voru líka reglulega dansleikir og samkomur. vísir/Vilhelm

Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. 

Þar segir að samningur um kaup ríkisins og FS á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg hafi verið undirritaður en félagið er í eigu Bændasamtakanna. Kaupverðið á þessari tuttugu þúsund fermetra fasteign og efni samningsins fæst ekki gefið upp að svo stöddu.

Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir. Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast.

Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir.

Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld. Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum.

Nemendur í Hagaskóla hafa undanfarnar vikur fengið inni á Hótel Sögu vegna mygluvandamála í húsakynnum skólans hinum megin við Hagatorgið. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða áhrif kaupin munu hafa á þá ráðstöfun.


Tengdar fréttir

Segir spila­fíkla fjár­magna kaup HÍ á Hótel Sögu

„Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 

Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu

Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.