Golf

Tiger Woods keppti bara á þremur mótum á árinu en aflaði samt 7,8 milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tiger Woods fær vel borgað þrátt fyrir að keppa ekki í íþrótt sinni hvað þá að vinna mót.
Tiger Woods fær vel borgað þrátt fyrir að keppa ekki í íþrótt sinni hvað þá að vinna mót. Getty/Richard Hartog

Árið 2021 var Tiger Woods erfitt eftir bílslys hans í febrúar. Hann þarf samt ekki mikið að kvarta yfir innkomu sinni á árinu.

Forbes hefur sagt frá því að Tiger sé í tólfta sætin yfir launahæstu íþróttamenn heims á árinu sem er að líða.

Tólf sinnum hefur Tiger verið launahæsti íþróttamaður heims á ferlinum en hann var ekki búinn að vera inn á topp tíu í fimm ár þegar sigur hans á Mastersmótinu 2020 skilaði honum öðru fremur inn á topp tíu listann á ný í fyrra.

Tiger er tveimur sætum frá því að halda sæti sínu þar en þar er samt athyglisvert því hann fékk aðeins samtals tvö hundruð þúsund dollara í verðlaunafé á árinu. Tiger náði ekki niðurskurðinum á eina risamóti sínu og hefur hann ekkert keppt frá því að hann meiddist illa á fæti í slysinu.

Lykillinn að góðum tekjum kappans eru hins vegar styrktarsamningar hans sem skiluðu Tiger alls sextíu milljónum Bandaríkjadala eða rúmum 7,8 milljörðum íslenskra króna. Meðal styrktaraðila Tigers eru Nike, 2K Sports, Bridgestone, Monster Energy, Rolex, TaylorMade og Upper Deck.

Það eru aðeins þrír íþróttamenn sem öfluðu meira utan vallar en það voru þeir Conor McGregor, Roger Federer og LeBron James.

Tiger aflaði þrisvar sinnum meira á árinu en stjörnur eins og Patrick Mahomes í NFL-deildinni og Russell Westbrook í NBA-deildinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.