Bréf til Svandísar Atli Hermansson skrifar 14. desember 2021 17:31 Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skoðun Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sæl Svandís og til hamingju með embætti sjávarútvegsráðherra. Í stjórnarsáttmálanum er tekið fram að skipa eigi í nefnd sem endurskoða á fiskveiðikerfið. Það er svo sem ekkert nýtt að endurskoða eigi fiskveiðikerfið. í því sambandi vil ég nefna hina svo kölluðu „Sáttanefnd í sjávarútvegi“ í tíð ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri-grænna árið 2010. Nefndin starfaði i samtals 18 mánuði og var árangurinn heldur rýr í roðinu. Þó skal tekið fram að stórútgerðin hlýtur að hafa verið ánægð með varaformann ykkar Vinstri- grænna, Björn Val Gíslason - sem seinna gerði Björn Val að skipstjóra á Emeraude, einu stærsta skipi Samherja-samstæðunnar. Jón eða séra Jón Það sama verður ekki sagt um fyrrverandi félaga þinn í embætti sjávarútvegs, Jón Bjarnason. Smábátaflotinn var að vísu mjög ánægður með að Jóni skyldi takast að koma strandveiðikerfinu á. En hann fékk litlar þakkir fyrir annars staðar og því settur af í kjölfarið sem ráðherra. Svandís; ég tel að þú hafir um þessar tvær leiðir að velja. Þegar Þorgerður Katrín var sjávarútvegsráðherra árið 2017 var það hennar fyrsta verk að skipa þverpólitíska nefnd sem endurskoða átti gjaldtöku fyrir afnot af auðlindinni. Nefnd fékk snöggan endi þegar stjórnin féll, en mér skilst að allar upphæðir sem nefndar voru hafi verið of háar fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en þú þekkir störf nefndarinnar betur hafandi verið þar. Forréttindakerfi Mikil vinna hefur þegar verið lögð í endurskoðun á kvótakerfinu og í raun búið að velta upp öllu sem hugsast getur í því sambandi. En það strandar alltaf á því sama - Velunnarar og vildarvinir LÍÚ bregða alltaf fæti fyrir hinum smæstu umbótum á kerfinu. Því verður að hafa annan háttinn á þegar skipað verður í næstu „sáttanefnd“ vitandi að þjóðin á ekki að þurfa að sættast við forréttinda- og sérhagsmunaöflin - það á að vera þveröfugt. Hvernig er annars hægt að ætlast til að þeir sem sérleyfi hafa til fiskveiða og nær einokun á allri fiskvinnslu í landinu, vilji gefa eitthvað eftir af sínum forréttindum. Að geta fénýtt auðlind þjóðarinnar í eigin þágu. Að hafa svo kallaða virðiskeðju á eigin hendi og geta ákveðið hvar auðlindarenta þjóðarinnar verður til - á Kýpur ef ekki vill betur til. Þá þarf þjóðin ekki að hafa áhyggjur af því að erlendir aðilar fari með arðinn af auðlindinni úr landi - landinn virðist fullfær um það sjálfur. Því eignarhaldið á nokkrum af stærstu útgerðum landsins er þegar farið utan í lægra skattaumhverfi. Er það eitthvað sem menn vilja ræða? Vísindakirkjan Þá sjaldan þegar nýtingarkerfi og ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar er til umræðu eru það eingöngu starfsmenn Hafró sem dregnir eru að borðin. Þar lýsa þeir eigin árangri eftir 40 ára þrotlausa „uppbyggingu“ á þorskstofninum – þó aflinn sé enn aðeins tæplega helmingur þess sem hann var áður en kvótakerfið var tekið upp. Eða vilja menn heldur ræða árangurinn af nær horfinni innfjarðarækjunni, úthafsrækjuna, humarinn, úthafskarfann, djúpkarfann, hlýrann, skötuselinn eða flatfiskinn sem er nær allur horfinn allt í kringum landið. Svandís; Það er e.t.v. ráð að fá einhverja aðra að borðinu. Einhverja sem ekki koma úr sama klakinu, eða horfa á sameign íslensku þjóðarinnar með öðrum augum en í gegnum sjóræningjakíki LÍÚ. Undirritaður býður fram aðstoð sína. Höfundur er hafnarvörður.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun