Nauðsynlegt að endurskoða lög um bókhald og færa þau til nútímans Rúnar Sigurðsson skrifar 14. desember 2021 09:01 Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun