Nauðsynlegt að endurskoða lög um bókhald og færa þau til nútímans Rúnar Sigurðsson skrifar 14. desember 2021 09:01 Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eiga sér nú stað samfara stafrænu byltingunni eða fjórðu iðnbyltingunni sem hún kölluð er. Mörg störf koma til með að taka breytingum og handavinna bókarans einnig. Auðvelt er að sjá það fyrir að störf þar sem verið er að setja inn gögn aftur, sem þegar hafa verið slegin inn í stafrænt umhverfi munu hverfa á næstu árum. Þegar má sjá að fyrirtækin eru farin að huga að hagræðingu og breytingum samfara þessu. Hlutverk bókarans verður meira eftirlits og rekstrarlegs eðlis frekar en innsláttur á gögnum líkt og til þessa hefur verið. Rafræn samskipti Kosturinn við rafræn samskipti er mikill og má þar helst nefna að villur við innslátt eru nánast úr sögunni og ekki er þörf á að bíða eftir því að póstur berist með eldri hætti. Margir halda að svokölluð PDF skjöl séu rafræn samskipti en svo er ekki. Einu gildu rafrænu skjölin eru í gegnum skeytamiðlara á stöðluðu formi. Í dag er skeytamiðlun komin á samevrópskan staðal og mun það flýta verulega fyrir framþróun á rafrænum samskiptum. Kostnaður hefur líka lækkað mikið undanfarin ár og ættu flest fyrirtæki og einyrkjar að ráða við þann upphafskostnað. Í raun er hann þegar orðin minni en var áður með eldri hætti, þar sem þurfti að prenta út, setja í umslag og síðan senda með venjulegum pósti til viðtakenda. Pappírslaust bókhald Bókhaldið verður pappírslaust og engar möppur, græna byltingin í hnotskurn. Auðvelt verður að vinna við uppgjör og bókhald hvar sem er því öll gögn eru þegar til staðar í hinum stafræna heimi og hann á sér engin landamæri eða staðsetningar. Bókhaldið getur unnist alls staðar. Eru þetta ekki kærkomin þægindi fyrir þá sem kjósa að vinna heima eða nánast hvar sem er? En hvað með varðveislu á gögnum og lagalegri skyldu um að geyma gögn til sjö ára? Þær skyldur verða lagðar á herðar upplýsingakerfunum - að geyma þau eins og lög kveða á um. Í dag er lagaleg skylda að geyma frumgögn reikninga, en hvað er frumgagn reiknings ef aldrei hefur verið prentað út? Nauðsyn er á endurskoðun bókhaldslaga Mikil þörf er á endurskoðun bókhaldslaga um varðveislu gagna og umgjörð bókhalds og færa þau til nútímans. Veit ég að nú þegar er þessi vinna hafin og vonandi mun henni ljúka fljótt. Nútíma rekstur og hagræðing krefst þess að lögin fylgir eftir þróuninni sem á sér stað í dag. Höfundur er framkvæmdastjóri Svars ehf.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar