Lífslokalæknirinn og meintur misskilningur Eva Hauksdóttir skrifar 13. desember 2021 09:30 Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Ríkisútvarpið hefur það eftir lækninum að mikill misskilningur ríki um málið. Svo virðist sem upplýsingar um afstöðu læknisins séu fengnar úr fylgigögnum með dómsúrskurði þar sem Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um farbann. Að kröfu lögreglu er úrskurðurinn ekki birtur almenningi svo RÚV hefur þá fengið hann frá sakborningi eða þá að opinberir starfsmenn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni. Í frétt RÚV er gerð grein fyrir þeirri afstöðu læknisins að engri lífslokameðferð hafi hann beitt í málum þeirra sjúklinga sem um ræðir. Þetta sé allt saman misskilningur, hið rétta sé að líknandi meðferð hafi verið skráð sem lífslokameðferð. (Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og á ekki við nema sjúklingur sé sannarlega dauðvona). Staðhæfir læknirinn að enginn rökstuddur grunur sé uppi um sekt hans í málinu. Engin marktæk sönnunargögn liggi fyrir. MISSKILNINGUR EÐA EKKI? Hvað meintan misskilning varðar get ég ekki tjáð mig um mál annarra brotaþola en móður minnar heitinnar. Í álitsgerð landlæknis segir um það berum orðum: Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir fellst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd. Landlæknir svipti umræddan lækni starfsleyfi eftir að hafa haft málið til rannsóknar í meira en hálft ár (frá nóvember 2019). Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar. RÖKSTUDDUR GRUNUR EÐA EKKI? Það verður að teljast afar sérstakt að lögregla sé með mál til rannsóknar í meira en ár (þ.e. frá nóvember 2020) án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir um refsivert brot. Enda eru þessar fullyrðingar læknisins algjörlega út úr kortinu. Í tilviki móður minnar er uppi rökstuddur grunur um að hún hafi látist af völdum þeirrar meðferðar sem hún sætti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig segir í áliti landlæknis: Vistunarmat var samþykkt 9.7.2019 skv. áritun á skjöl þar að lútandi en ekkert er að finna í gögnum sem styður að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun eða finna leiðir til þess að bæta líkamlegt eða andlegt ástand hennar og undirbúa hana fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut. Hér er semsé uppi rökstuddur grunur um refsiverð brot sem mögulega leiddu til dauða sjúklings. Og ætli sé þá eitthvað sem tengir lækninn við málið og gefur lögreglu tilefni til að beina sjónum sínum að honum? Jú, hann var nefnilega ábyrgur fyrir meðferð sjúklingsins. Það var hann sem tók allar helstu ákvarðanir um meðferð móður minnar, þ.m.t. lífslokameðferð. Ekki nóg með það heldur stóð hann í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. Hann mælti líka gegn því að tekið yrði tillit til óska aðstandenda um aðgerðir sem mögulega hefðu getað bjargað lífi hennar. ENGIN MARKTÆK SÖNNUNARGÖGN? Ég veit ekki nákvæmlega hvaða gögn lögreglan hefur undir höndum. Ég veit aðeins um þau skjöl sem ég sendi lögreglunni sjálf. Meðal þeirra voru eftirfarandi: Sjúkraskrá sjúklingsins ásamt athugasemdum aðstandenda. Greinargerð óháðs sérfræðings sem landlæknir fékk sem umsagnaraðila, Greinargerðir starfsfólks HSS, þ.á.m. læknisins sjálfs. Álitsgerð landlæknis. Greinargerð óháðs umsagnaraðila er 32 bls. fyrir utan heimildaskrá og 14 bls. viðbót sem hann lagði fram í tilefni af andsvörum læknisins. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir fjölmörgum þáttum í meðferð móður minnar, undir stjórn lífslokalæknisins, sem flokkast sem vanræksla. Slík brot varða refsingu samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Einnig segir í niðurstöðukafla: Mistökin eru ennfremur í því að í kjölfarið er DJ skrifuð á lífslokameðferð en fyrir slíkri meðferð voru ekki forsendur, þar sem ekki var sýnt fram á að andlát hennar væri yfirvofandi. Álitsgerð landlæknis er 52 bls. fyrir utan heimildaskrá. Þar kemst annar sérfræðingur að svipuðum niðurstöðum og sá fyrri auk þess sem vitnað er í sjúkragögn um önnur atriði og tekið fram að kvartanir vegna læknisins hafi borist frá starfsfólki HSS. Hér er tengill á nokkrar tilvitnanir í álit landlæknis. Mér er kunnugt um fleiri gögn sem lögregla hefur undir höndum sem ég hef þó ekki séð. Þá liggur fyrir vitnisburður systur minnar sem mætti til skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar á þessu ári og lagði fram kæru fyrir hönd aðstandenda. Einnig hafði a.m.k. einn aðstandandi annars sjúklings sem dó á HSS um svipað leyti mætt í skýrslutöku þegar lögreglan fór fram á farbann yfir lækninum. Að sjálfsögðu var þessara gagna aflað einhliða án samráðs við sakborninga. Þannig fer lögreglurannsókn fram; það er ekki borið undir sakborninga hvort þeim hugnist að sönnunargögn séu skoðuð. Sakborningar hafa aftur á móti rétt til að leggja fram önnur gögn sem þeir telja að hafi þýðingu í málinu. Þótt læknirinn hafi ekki teflt fram neinum gögnum sem styðja fullyrðingar hans um misskilning af hálfu lögreglu, aðstandenda sjúklinga, landlæknis og allra sérfræðinga sem að málinu hafi komið, rýrir það ekki sönnunargildi þeirra skjala sem fyrir liggja. STAÐAN Í DAG Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Læknamistök á HSS Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrrum yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sætir nú lögreglurannsókn. Hann er grunaður um stórkostleg brot í starfi, m.a. að vera valdur að dauða nokkurra sjúklinga sinna. Ríkisútvarpið hefur það eftir lækninum að mikill misskilningur ríki um málið. Svo virðist sem upplýsingar um afstöðu læknisins séu fengnar úr fylgigögnum með dómsúrskurði þar sem Landsréttur hafnaði kröfu lögreglu um farbann. Að kröfu lögreglu er úrskurðurinn ekki birtur almenningi svo RÚV hefur þá fengið hann frá sakborningi eða þá að opinberir starfsmenn hafa brotið gegn trúnaðarskyldu sinni. Í frétt RÚV er gerð grein fyrir þeirri afstöðu læknisins að engri lífslokameðferð hafi hann beitt í málum þeirra sjúklinga sem um ræðir. Þetta sé allt saman misskilningur, hið rétta sé að líknandi meðferð hafi verið skráð sem lífslokameðferð. (Lífslokameðferð er lokastig líknarmeðferðar og á ekki við nema sjúklingur sé sannarlega dauðvona). Staðhæfir læknirinn að enginn rökstuddur grunur sé uppi um sekt hans í málinu. Engin marktæk sönnunargögn liggi fyrir. MISSKILNINGUR EÐA EKKI? Hvað meintan misskilning varðar get ég ekki tjáð mig um mál annarra brotaþola en móður minnar heitinnar. Í álitsgerð landlæknis segir um það berum orðum: Andmæli og útskýringar STG á þá leið að hann hafi ekki áformað eða beitt lífslokameðferð (LLM) heldur einkennameðferð eða líknarmeðferð (LM) og að um misskilning sé að ræða fá ekki stuðning í gögnum. Landlæknir fellst ekki á þá skýringu að tæknilegt atriði hafi ráðið skráningu LLM í stað LM. Þvert á móti liggur fyrir að hugtakið lífslokameðferð var skráð því nafni í sjúkraskrá við innlögn og í vottorði sem STG skrifaði 28.9.2019. Þá var meðferð DJ frá fyrsta degi síðustu legunnar í eðli sínu samsvarandi lífslokameðferð að eðli og framkvæmd. Landlæknir svipti umræddan lækni starfsleyfi eftir að hafa haft málið til rannsóknar í meira en hálft ár (frá nóvember 2019). Ekki er annað að skilja af orðum læknisins en að sú ákvörðun, byggð á ítarlegri úttekt tveggja sérfræðinga, sjúkragögnum, lyfjaskrá og greinargerðum frá starfsfólki spítalans og aðstandendum hinnar látnu, hafi grundvallast á tómum misskilningi um eðli og framkvæmd meðferðinnar. RÖKSTUDDUR GRUNUR EÐA EKKI? Það verður að teljast afar sérstakt að lögregla sé með mál til rannsóknar í meira en ár (þ.e. frá nóvember 2020) án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir um refsivert brot. Enda eru þessar fullyrðingar læknisins algjörlega út úr kortinu. Í tilviki móður minnar er uppi rökstuddur grunur um að hún hafi látist af völdum þeirrar meðferðar sem hún sætti á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þannig segir í áliti landlæknis: Vistunarmat var samþykkt 9.7.2019 skv. áritun á skjöl þar að lútandi en ekkert er að finna í gögnum sem styður að reynt hafi verið að þrýsta á um vistun eða finna leiðir til þess að bæta líkamlegt eða andlegt ástand hennar og undirbúa hana fyrir langtímavistun á hjúkrunarheimili. Þvert á móti virðist áhersla meðferðar fyrst og fremst hafa verið á að bæla og slæva og hvers kyns eftirliti með ástandi hennar eða lífsuppihaldandi meðferð hætt. Þetta hafði þær afleiðingar að mati landlæknis að í ellefu vikna langri legu hrakaði DJ; hún var með legusár, næringarskort og sýkingar allt fram til andlátsins, sem verður að telja líklegt að hafi orðið fyrr en ella vegna þeirrar meðferðar sem hún hlaut. Hér er semsé uppi rökstuddur grunur um refsiverð brot sem mögulega leiddu til dauða sjúklings. Og ætli sé þá eitthvað sem tengir lækninn við málið og gefur lögreglu tilefni til að beina sjónum sínum að honum? Jú, hann var nefnilega ábyrgur fyrir meðferð sjúklingsins. Það var hann sem tók allar helstu ákvarðanir um meðferð móður minnar, þ.m.t. lífslokameðferð. Ekki nóg með það heldur stóð hann í vegi fyrir því að hjúkrunarfólk beitti þeim ráðum sem það taldi rétt til að lina kvalir hennar. Hann mælti líka gegn því að tekið yrði tillit til óska aðstandenda um aðgerðir sem mögulega hefðu getað bjargað lífi hennar. ENGIN MARKTÆK SÖNNUNARGÖGN? Ég veit ekki nákvæmlega hvaða gögn lögreglan hefur undir höndum. Ég veit aðeins um þau skjöl sem ég sendi lögreglunni sjálf. Meðal þeirra voru eftirfarandi: Sjúkraskrá sjúklingsins ásamt athugasemdum aðstandenda. Greinargerð óháðs sérfræðings sem landlæknir fékk sem umsagnaraðila, Greinargerðir starfsfólks HSS, þ.á.m. læknisins sjálfs. Álitsgerð landlæknis. Greinargerð óháðs umsagnaraðila er 32 bls. fyrir utan heimildaskrá og 14 bls. viðbót sem hann lagði fram í tilefni af andsvörum læknisins. Í þeirri skýrslu er gerð grein fyrir fjölmörgum þáttum í meðferð móður minnar, undir stjórn lífslokalæknisins, sem flokkast sem vanræksla. Slík brot varða refsingu samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Einnig segir í niðurstöðukafla: Mistökin eru ennfremur í því að í kjölfarið er DJ skrifuð á lífslokameðferð en fyrir slíkri meðferð voru ekki forsendur, þar sem ekki var sýnt fram á að andlát hennar væri yfirvofandi. Álitsgerð landlæknis er 52 bls. fyrir utan heimildaskrá. Þar kemst annar sérfræðingur að svipuðum niðurstöðum og sá fyrri auk þess sem vitnað er í sjúkragögn um önnur atriði og tekið fram að kvartanir vegna læknisins hafi borist frá starfsfólki HSS. Hér er tengill á nokkrar tilvitnanir í álit landlæknis. Mér er kunnugt um fleiri gögn sem lögregla hefur undir höndum sem ég hef þó ekki séð. Þá liggur fyrir vitnisburður systur minnar sem mætti til skýrslutöku hjá lögreglu í febrúar á þessu ári og lagði fram kæru fyrir hönd aðstandenda. Einnig hafði a.m.k. einn aðstandandi annars sjúklings sem dó á HSS um svipað leyti mætt í skýrslutöku þegar lögreglan fór fram á farbann yfir lækninum. Að sjálfsögðu var þessara gagna aflað einhliða án samráðs við sakborninga. Þannig fer lögreglurannsókn fram; það er ekki borið undir sakborninga hvort þeim hugnist að sönnunargögn séu skoðuð. Sakborningar hafa aftur á móti rétt til að leggja fram önnur gögn sem þeir telja að hafi þýðingu í málinu. Þótt læknirinn hafi ekki teflt fram neinum gögnum sem styðja fullyrðingar hans um misskilning af hálfu lögreglu, aðstandenda sjúklinga, landlæknis og allra sérfræðinga sem að málinu hafi komið, rýrir það ekki sönnunargildi þeirra skjala sem fyrir liggja. STAÐAN Í DAG Lífslokalæknirinn er grunaður um stórfelld brot í starfi gagnvart ellefu sjúklingum. Sum málanna eru rannsökuð sem möguleg manndrápsmál enda liggur fyrir rökstuddur grunur byggður á sjúkragögnum, ítarlegum rannsóknum sérfræðinga og skriflegum og munnlegum framburði læknisins sjálfs. Áhuga vekur að það var ekki fyrr en eftir að læknirinn mætti í skýrslutöku (og útskýrði væntanlega allan þennan misskilning) sem lögreglan fór fram á farbann. Lífslokalæknirinn er nú í endurhæfingu á bráðalyflækningadeild Landspítalans. Þar er hann að sögn yfirmanna undir eftirliti og því vonandi skaðlaus. Væri ekki líka alveg upplagt að senda grunaða barnaníðinga í endurhæfingu sem starfsmenn leikskóla? Undir eftirliti að sjálfsögðu. Höfundur er lögmaður.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun