Er málið svo einfalt að gera þá kröfu að gerendur hætti sjálfir að beita ofbeldi? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 12. desember 2021 16:30 Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er auðvitað réttmæt krafa. En raunhæf? Já vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða það sem við köllum venjulegt fólk, fólk sem er t.d. hvorki persónuraskað né heilaskaðað, fólk sem hefur siðferðiskennd sem rímar við eðlilega normalkúrfu, fólk sem hefur eðlilega innsýn í þjáningu og samúð. Vissulega raunhæf krafa þegar um er að ræða hugmyndalega endurskoðun á gömlum samfélagslegum gildum og venjum, sem t.d. eru með undirliggjandi slagsíðu fyrir völdum eða ofbeldi sem nálgun í samskiptum. Höldum áfram með þetta, það getur margt geti breyst við almenna upplýsingu um og endurskoðun á gömlum handónýtum viðmiðum og viðhorfum. En er þetta rauhæf krafa, ef hún er skoðuð út frá t.d. hlutfalli heilaskemmda í tengslum við ofbeldishegðun, eða út frá persónuröskunum eins og narsissisma eða út andfélagslegum persónuleikum, eða út frá því sem er kallað siðblinda? Nei held ekki. Það er vonlaust að leggja þá línu og reikna með jákvæðri niðurstöðu. Við verðum að reikna með fólki sem hefur ekki getuna til að standa undir kröfum þess eðlilega. Fólki sem hefur jafnvel röskun sem gerir að verkum að það hefur ekki einu sinni áhuga á því. Það er svo áríðandi bæði á einstaklingsgrundvelli og samfélagslegum grunni að gera ráð fyrir þessu fólki. Stundum er þessu hent undir einhvern ,,geðveiki” stimpil, nokkuð sem er margbúið að hrekja. Geðkvillar og persónuraskanir er ekki það sama, vert er að glöggva sig á því.Það er mikið verið að ræða um gerendameðvirkni núna. Besta mál þegar það á við. En þetta er líka stundum takmarkandi einföldun, einhver hattur sem virðist skellt á alla sem ekki taka umyrðalaust undir það sjónarmið að gerendur eigi að axla ábyrgð og venjulegt fólk (mögulegir þolendur) eigi ekki að þurfa að spá í þetta, af því þau eru ekki gerendur. Mér finnst þetta í besta falli vel meint en óábyrg afstaða. Dýpra skoðað finnst mér skorta innsýn – þetta er mjög sjálfmiðuð krafa – byggð á því að gera sömu kröfur til annarra og man getur gert til síns sjálfs. Það myndast að minnsta kosti ósamrýmanlegur klofningur (cognitive dissonance) í hausnum á mér við að reyna að láta raskaða gerendur sem ég var að telja þarna upp taka ábyrgð á sjálfum sér og hætta af sjálfdáðum að misbeita sér. Möguleikinn á að slíkir gerendur hafi sjálfir innsýn í afleiðingar gjörða sinna eru á núlli eða neðar - hvatinn til að ákveða sjálf að beita ekki ofbeldi er ekki til staðar. Ég kemst a.m.k. að sömu niðurstöðunni aftur og aftur:Við þurfum að læra að þekkja einkenni persónuraskana sem valda skaða þegar kemur að eðlilegum samfélagslegum eða tilfinningalegum samskiptum.Við þurfum að reikna með að persónuraskað fólk sé á meðal okkar.Við þurfum að reikna með að það geti beitt andlegu, tilfinningalegu, fjárhagslegu, líkamlegu, samfélagslegu eða kynferðislegu ofbeldi eða misbeitingu. Ergo: við þurfum að læra að vara okkur á gerendum. Sem þýðir að við verðum að horfast í augu við að við erum alltaf mögulegir þolendur þess að verða fyrir misnotkun/misbeitingu.Höfundur er áhugakona um samfélagsmál
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun