Varaformaður Kennarasambands Íslands - með „puttann á púlsinum“ Simon Cramer skrifar 12. desember 2021 11:31 Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar