Varaformaður Kennarasambands Íslands - með „puttann á púlsinum“ Simon Cramer skrifar 12. desember 2021 11:31 Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að hafa heimsótt nokkra skóla og rætt við kennara úr grasrótinni er mér ljóst að það er skýrt ákall eftir samheldni, samtali sem leiðir til sameiningar og valdeflingar kennara innan sambandsins, og aukinni virðingu fyrir kennurum og starfi þeirra. Einnig hefur verið kallað eftir betri skýringu á starfi varaformanns og sýnileika hans. Það sýnir einnig mikilvægi þess að sá sem hlýtur umboð kjósenda sé með „puttann á púlsinum“ og skýran skilning á því sem er að gerast í skólaumhverfinu. Frá fyrsta degi hef ég lagt áherslu á einmitt þetta í mínu framboði. Mikilvægi þess að fara út í skólana og hlusta á grasrótina er gríðarleg því þar eru hugmyndir, lausnir og ný tækifæri að finna, þar eru sérfræðingarnir. Verði ég kosinn varaformaður Kennarasambands Íslands verða megináherslur mínar að: skapa umræðugrundvöll innan sambandsins þar sem forystufólk og grasrótin kemur sér saman og ræðir um skóla- og menntamál með það að leiðarljósi að samstarf, samtal, og skilningur aukist. Hér kemur valdefling stéttarinnar einnig til sögunnar því um leið og við förum að skilja, tala, og vinna meira saman eflum við okkur einnig. Við styrkjum stöðu okkar, færum umræðuna um okkar starf til okkar og sýnum að við sem stétt ætlum að stjórna umræðunni um mál er varða okkur. kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði. Þess vegna mun ég vinna af heilum hug að því að fá kennara á „gólfinu“ inn í ráð og nefndir sem ráðgjafa og sérfræðinga. færa varaformanninn nær félagsfólki. Mikilvægt er að hinn almenni félagsmaður þekki og viti hverju varaformaðurinn er að sinna. Ég ætla að leggja áherslu á að skýra hlutverk varaformanns og styrkja tengsl á milli hans og félagsfólks gegnum skólaheimsóknir, Teams-fundi og mánaðarleg fréttabréf varaformanns til félagsfólks. Einnig legg ég til að hafa vikulega fundartíma þar sem tími gefst til að hitta félagsfólk þegar þörf er á. við í sameiningu tryggjum samhengi milli skólanna og skólastiganna og höldum þessari mikilvægu heildarsýn yfir okkar mennta- og skólamál. vinna að lausnum. Varaformaðurinn og grasrótin þurfa að vinna mjög náið saman að aðgerðum og lausnum sem sporna gegn kulnun og brotthvarfi kennara úr starfi. vinnuumhverfi og vellíðan kennara sé í brennidepli. Stuðla þarf að umhverfi innan skólanna sem mætir slíkum væntingum og þörfum. Í svoleiðis umhverfi verður hægt að ýta undir og hvetja til miðlunar og dreifingar á þekkingu, samstarfs og samskipta. Þannig er búinn til jarðvegur fyrir lærdómssamfélag sem til lengdar á að stuðla að starfsþróun kennara. efla virðingu í samfélaginu fyrir kennurum og starfi þeirra. menntun, starf og reynsla allra kennara sé metin að verðleikum alveg eins og annarra sérfræðinga í samfélaginu. „Tækifærið er núna – tækifærið er ykkar” Núna gefst félagsfólki tækifæri á að hafa áhrif. Tækifæri til að velja sér leiðtoga sem kemur til með að vera sterk rödd kennara í skóla- og menntamálum sem og öðrum málum sem varða okkar stétt. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem er með „puttann á púlsinum“, sem hlustar og gefur frá byrjun grasrótinni hljómgrunn og tækifæri til að hafa áhrif. Núna er tækifæri á að velja manneskju sem hefur innsýn í hvernig Kennarasambandið virkar og virðir reglur og lýðræðið sem sambandið okkar byggir á. „Ég trúi því að það sé ég” Kæra félagsfólk í tónlistar-, leik-, grunn- og framhaldsskólum – ég trúi því að það sé ég sem er sú manneskja. Gagnrýna hugsun, jákvæðni og fagmennsku hef ég að leiðarljósi í öllum þeim verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur. Styrkur minn liggur í mannlegum samskiptum þar sem ég á auðvelt með að umgangast fólk og hef starfað með fólki á mismunandi aldri og af ólíkum uppruna. Ég er félagslyndur, skapandi og metnaðarfullur einstaklingur sem tel mjög mikilvægt að sýna frumkvæði og fagmennsku í starfi. Ég kem til með að vera sterkur leiðtogi kennara; leiðtogi sem mun hlusta, taka mið af og vinna að heilum hug að málefnum er varða kennara og stéttina. „Trú á kennarastéttina og Kennarasambandið” Kennarar og stjórnendur á Íslandi sameinuðust undir fána Kennarasambandsins fyrir rúmum 20 árum síðan. Við erum stórt og öflugt samband sem þarf áfram forystu sem hefur trú á kennarastéttinni og Kennarasambandinu. Ég hef trú á því að kennarar séu sérfræðingar á sínu sviði, að skólamál séu okkar mál, að kennarar hafi haldið menntakerfinu gangandi í heimsfaraldrinum, að kennarar séu fyrirmyndir, og að kennarar séu að móta framtíð þjóðarinnar. Ég hef svo mikla trú á kennarastéttinni! Ég hef reynsluna, eldmóð og hugrekki til að vinna í þágu alls félagsfólks ásamt nýjum formanni, núna og til framtíðar. Ég vonast eftir stuðningi og umboði ykkar. Ég vona að saman getum við haft áhrif og mótað framtíð okkar. Höfundur er frambjóðandi til embættis varaformann Kennarasambands Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun