Hitinn frá Miami fór illa með Nautin og Stríðsmennirnir lágu í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 09:46 Joel Embiid gerði það sem þurfti til að stöðva Stephen Curry í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Golden State Warriors og Chicago Bulls töpuðu bæði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en alls fóru sex leikir fram. Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira
Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Sjá meira