Hitinn frá Miami fór illa með Nautin og Stríðsmennirnir lágu í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 09:46 Joel Embiid gerði það sem þurfti til að stöðva Stephen Curry í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Golden State Warriors og Chicago Bulls töpuðu bæði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en alls fóru sex leikir fram. Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira
Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Sjá meira