Framlengingin: Ekkert jólafrí og Þór eða Valur landar þeim stóra Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:02 Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru um víðan völl í Framlengingunni. Mynd/Skjáskot „Okkar uppáhalds liður, Framlengingin,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, stjórnandi Körfuboltakvölds, í seinasta þætti þegar komið var að Framlengingunni. Strákarnir fóru um víðan völl og ræddu meðal annars jólafríið, eða öllu heldur, vöntun á jólafríi. Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“ Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Strákarnir byrjuðu á því að ræða þá staðreynd að þetta árið verður ekkert jólafrí í Subway-deildinni, og fóru yfir kosti og galla þess. „Fyrir þá sem eru ekki með fjölskylduna sína hérna - útlendingana - er oft gott að komast heim í kósý og koma svo til baka endurnærðir. En auðvitað er þetta betra fyrir okkur sem eru að fylgjast með þessu,“ sagði Sævar Sævarsson um þetta mál. Friðrik Ragnarsson sagðist hlynntur því að láta menn bara spila og „Ég er hlynntur því að hafa ekekrt jólafrí. Láta menn bara spila. Bæði er það orðið dýrt að senda menn heim þar sem þetta er mikið af útlendingum, og svo bara skemmtanagildið. Það er fínt fyrir fólk að komast á einhverja leiki yfir hátíðarnar.“ Næst veltu strákarnir fyrir sér í hvaða stöðu Tindastóll þyrfti að bæta við sig leikmanni og voru sammála um það að liðinu vanti skotmann. Í næsta umræðupunkti kom Kjartan strákunum svolítið á óvart og bað þá um að nefna þann leikmann í deildinni sem væri efstur á blaði hjá þeim ef þeir þyrftu að kjósa í lið. „Ég tæki [Glynn] Watson, ég hugsa að ég myndi byrja á honum,“ sagði Sævar og Friðrik var sammála því. „Eins og staðan er núna myndi [Kristófer] Acox vera númer tvö. Eða þetta er svona mitt á milli, Acox eða [Dominykas] Milka. Mér sýnist Milka vera að koma aftur í sitt gamla form,“ sagði Sævar. Aftur var Friðrik sammála, en það virtist fara heldur í taugarnar á Kjartani. Klippa: Körfuboltakvöld: Framlengingin Þar næst fóru strákarnir yfir hvaða lið þeim hafi þótt best í nýliðinni umferð, áður en komið var að stóru spurningunni um hvaða lið þeir telja að verði Íslandsmeistari í vor. „Þór Þorlákshöfn,“ sagði Sævar af miklu öryggi. „Mér finnst þeir bara vera með heilsteyptasta liðið, bestu blönduna og þetta sem ég kom inn á áðan, þeir eru held ég eina liðið sem býr yfir því að vera með tvo leikmenn sem eru með þennan „X-factor“ þar sem þeir geta klárað leiki upp á eigin spýtur.“ „Njarðvík gæti verið með tvo svoleiðis, en ég held að Þór Þorlákshöfn verði með þetta auka skref á Keflavík, Njarðvík og Val.“ Aldrei þessu vant var Friðrik ekki sammála Sævari, en hann spáir Valsmönnum Íslandsmeistaratitlinum. „Valur verður Íslandsmeistari,“ sagði Friðrik. „Þegar þeir eru búnir að ná öllum púslum inn þá verða þeir meistarar.“
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum