Formúla 1

Ver­stappen á rá­spól: Heims­meistara­titillinn undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Max Verstappen gæti unnið sinn fyrsta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 á morgun.
Max Verstappen gæti unnið sinn fyrsta heimsmeistaratitil í Formúlu 1 á morgun. EPA-EFE/SHAWN THEW

Á morgun fer fram síðasti kappakstur ársins í Formúlu 1. Sjöfaldur heimsmeistari Lewis Hamilton og Max Verstappen eru hnífjafnir að stigum og því er ljóst að sá sem kemur fyrr í mark á morgun er heimsmeistari árið 2021.

Á morgun fer fram síðasti kappakstur ársins í Formúlu 1. Sjöfaldur heimsmeistari Lewis Hamilton og Max Verstappen eru hnífjafnir að stigum og því er ljóst að sá sem kemur fyrr í mark á morgun er heimsmeistari árið 2021.

Tímatakan fór fram í dag og fór það svo að hinn hollenski Max Verstappen kom best út úr henni og byrjar á ráspól á morgun. Þar á eftir kemur Hamilton og svo Lando Norris.

Tímatakan var æsispennandi og ljóst að kappakstur morgundagsins er einkar þýðingarmikill. Hamilton getur haldið ótrúlegu gengi sínu áfram eða Verstappen getur stimplað sig inn sem framtíð íþróttarinnar.

Ef marka má næstsíðasta kappakstur tímabilsins er ljóst að dramatíkin mun ráða ríkjum á morgun er heimsmeistaratitillinn er undir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.