Mikilvægt að við kennarar stýrum umræðunni um menntamál á Íslandi Guðný Maja Riba skrifar 10. desember 2021 14:00 Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Guðný Maja Riba Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Eitt af því sem mér finnst mikilvægt að beita mér fyrir sem leiðtogi kennara á Íslandi, hljóti ég brautargengi sem varaformaður Kennarasambands Íslands, er að efla valdeflingu kennarastéttarinnar hér á landi. Valdefling er margrætt orð, en það er ekki bara innihaldslaust tal. Það snýst um að kennarar fái þá stöðu í samfélaginu sem þeim ber, að þeir hafi forystu og stýri í reynd umræðum um menntamál hér á landi. Að við kennarar fáum tækifæri til að koma fram sem þeir sérfræðingar sem við erum á okkar sviði í krafti menntunar, reynslu og fagmennsku. Við þurfum að mínu mati að taka frumkvæðið í þessu sambandi en fylgjast ekki bara með umræðum um okkar daglegu viðfangsefni sem áhorfendur eða álitsgjafar, heldur sem virkir þátttakendur og leiðandi hugmyndasmiðir. Þetta þarf að gerast þvert á öll skólastig þannig að betur megi nýta þekkingu og leikni stéttarinnar, enda erum við ein heild – heild sem vinnur að sameiginlegum markmiðum nemenda á öllum aldri. Þekkingin liggur hjá okkur og við eigum að fá þann sess í samfélaginu sem okkur ber. Mín sýn á valdeflingu kennara er þessi Við erum sérfræðingar – við eigum að stjórna umræðunni og koma með beinum hætti að ákvörðunum um menntamál í landinu. Færa þarf valdið og ákvarðanir til okkar. Við eigum að eiga síðasta orðið. Flóknara er það ekki og á því eigum við engan afslátt að veita. Við eigum ekki að taka við fyrirfram ákveðnum lausnum sem settar eru saman af fólki sem hefur ekki þá yfirsýn og þekkingu sem við höfum sem kennarar. Ég vil að allir kennarar – bæði nýútskrifaðir og reynslumeiri, komi saman og nýti sérþekkingu sína saman og hafi þannig forystu um þróun skólastarfs til framtíðar. Við eigum að vera óhrædd við að taka af skarið og láta rödd okkar heyrast. Við eigum að taka það pláss sem okkur ber. Hvað á ég við? Hvernig getum við kennarar sótt það vald sem við eigum að hafa yfir ákvörðunum sem teknar eru um mennta- og skólamál hér á landi? Við þurfum að fá svigrúm til að sinna starfi okkar af fagmennsku og heilindum. Í skólum landsins er unnið gríðarlega mikilvægt starf sem hefur mótandi áhrif til langrar framtíðar; starf sem talað er um og skiptir máli, starf sem er gefandi en líka krefjandi, starf sem einkennist af gleði, fagmennsku og sífelldri þróun og nýbreytni. Sjálf er ég stolt af því að vera kennari. Stolt af því að tilheyra þessari mikilvægu stétt. Oft eru eru teknar ákvarðanir sem snúa að starfsháttum okkar, ákvarðanir um okkar starf og starfsumhverfi og hvernig það mótast til framtíðar. Þessari umræðu og þessum ákvörðunum eigum við kennarar að stýra. Hjá okkur liggur þekkingin og yfirsýnin. Ég vil að við tökum samtalið – stjórnum ákvörðunum sem snúa að okkar starfi Ég vil sjá valdeflingu kennara – ég vil að við temjum okkur að tala um okkur kennara sem sérfræðinga og leiðum umræðu um þær raunverulegu lausnir sem þarf til þess að hagur og velferð kennara verði ávallt höfð að leiðarljósi. Að við innleiðum þá nálgun að þegar taka á ákvarðanir um okkar málefni þá eru þær ákvarðanir á okkar borði. Ég vil að við tökum stjórnina á eigin fagmennsku og stjórnum umræðunni sem er í samfélaginu. Við eigum ekki að láta aðra um að ákvarða þætti sem snúa að málefnum skólanna. Ef við tökum ekki þessa forystu, eigum samtalið og stýrum farveginum þá gera það einhverjir aðrir sem ekki hafa þann skilning og fagþekkingu sem við kennara búum yfir. Við erum mörg hver sammála um endurhugsa þurfi nefndaskipun sem oftar en ekki eru settar saman af fólki sem á að ákveða verkferla og skipulag innan skólanna án þess að hafa verið á hinu umtalaða gólfi - gólfinu þar sem fræðsla – umhyggja – þolinmæði eiga stórleik alla daga á hvaða skólastigi sem er. Ég ætla vitna í orð Magnúsar að hljóð og mynd verða fara saman. Við verðum öll að vinna sömu markmiðum ríkið, sveitarfélögin, foreldrar og kennara, við sem sérfræðingar eigum að leiða umræðu um skólamál í landinu. Við erum sérfræðingar og það á að koma fram við okkur sem slíka. Ég sækist eftir umboði ykkar til að leggja mitt af mörkum, vinna af heilindum að þeim verkefnum sem bíða til að gera gott skólasamfélag betra. Ég heiti því að vinna að þessu frá fyrsta degi, leggja mig alla fram og gera mitt besta. Með virðingu og von um þinn stuðning, Höfundur býður sig fram í embætti varaformanns Kennarasambands Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun