Sjálfboðaliðastörf erlendis Karen Miller skrifar 10. desember 2021 12:30 Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun