Sjálfboðaliðastörf erlendis Karen Miller skrifar 10. desember 2021 12:30 Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það getur verið ógnvekjandi að flytja til útlanda, jafnvel þótt þú sért að flytja til nálægs lands sem svipar til heimalandsins. Þegar þú flytur til annars lands skilurðu eftir hefðir þínar og venjur og þarft að aðlagast nýju umhverfi. Brottflutningurinn þýðir líka að þú þarft að kveðja vini þína, allavega um stundarsakir, og eignast nýja. Það getur verið flókið að tilkynna fjölskyldunni að þig langi að flytja út og þú gætir mætt misskilningi og fjölmörgum spurningum eins og „af hverju?“. Þegar allt kemur til alls, af hverju ættirðu að taka þessa ákvörðun? Auðvitað getur verið erfitt að fara inn í nýjar aðstæður, en það er líka áskorun og hvatning til að stíga út fyrir þægindarammann. Sjálfboðaliðastörf veita þér tækifæri til þess og miklu meira. Sama hver staða þín er í dag – hvort sem þú ert nemi sem vilt taka hlé frá námi, ævintýrasækinn starfsmaður úr atvinnulífinu sem vill breyta til, atvinnulaus einstaklingur sem langar að dýpka þekkingu á nýjum sviðum – þá gefa sjálfboðaliðastörf þér færi á að vinna að fullu að verkefni sem þú hefur ástríðu fyrir. Þú sinnir sjálfboðaliðastörfum innan samtaka sem taka á móti þér, gefur þeim tímann þinn og aðstoð meðan þú aflar þér nýrrar þekkingar og færni. Tíminn þinn sem sjálfboðaliði snýst ekki bara um sjálfboðaliðastörfin sjálf. Þú færð líka frítíma sem gefur þér færi á að ferðast og kynnast landinu sem þú fluttir til, upplifa nýja hluti og verja tíma með nýjum vinum. Þú munt kynnast fólki alls staðar að úr heiminum sem hefur allt aðra reynslu en þú, en fólk sem er að upplifa svipaða hluti tengist oft vinaböndum ansi hratt! Ástæða þess að þú gerist sjálfboðaliði er fyrst og fremst persónuleg. Hvort sem ástæðan er starfsreynsla, áhugi á ákveðnu landi, þörf á hvíld frá daglegu lífi o.s.frv., þá hefur hver og einn sína ástæðu og hvata. Ef þig langar út en mætir skilningsleysi frá fólki í kringum þig ættirðu aðallega að hlýða á þínar eigin þarfir. Ég einsetti mér að gera það. Ég var örugg um mína ákvörðun en samt fékk ég bakþanka áður en ég fór frá heimalandi mínu, Frakklandi. Í dag sé ég ekki eftir neinu. Ég hef verið á Íslandi í nærri tvo mánuði, svo ævintýrið mitt er rétt að byrja. Þrátt fyrir það er ég strax byrjuð að þroskast sem einstaklingur og þakka ég sjálfboðaliðastörfunum fyrir það. Þegar ég hóf þetta ævintýri voru markmið mín að læra nýja hluti og dýpka þekkingu mína á mínu fagi á meðan ég ferðaðist um og skoðaði þetta einstaka land sem mig hefur lengi langað að kynnast. Þau markmið hafa gengið eftir. Ég upplifi og kynnist Íslandi, læri nýtt tungumál, vinn í alþjóðlegu umhverfi og bý með fólki frá mismunandi löndum sem mér finnst ég græða mikið á. Og þetta er bara byrjunin á íslenska ævintýrinu mínu – það bíða mín áskoranir og frekari lærdómur, langar bílferðir um þetta fallega land og alþjóðlegir kvöldverðir með vinum mínum! Höfundur er sjálfboðaliði European Solidarity Corps samstarfsáætlunar ESB, á skrifstofu Alþjóðlegra ungmennaskipta (AUS), í tilefni af alþjóðlega sjálfboðaliðadeginum 5. desember 2021.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar