Bitcoin og umhverfið Víkingur Hauksson skrifar 9. desember 2021 12:01 Sem börn erum við eins og svampur; við sjúgum í okkur fróðleik úr öllum áttum og hikum ekki við að hlusta á og reyna að skilja báðar hliðar hvers penings. Með tímanum breytist hinsvegar eitthvað. Við förum að sjá heiminn sem svartan og hvítan, og eigum í basli með að sjá út fyrir okkar eigin sterku skoðanir. Allir eru sammála um að Bitcoin noti mikið rafmagn, en hinsvegar ekki um hvort það sé til einskis. Með því að kafa aðeins undir yfirborðið ætla ég í þessum stutta pistli að velta við nokkrum steinum er þetta mál varðar. Er rafmagnsnotkunin mögulega ekki til einskis? Getur Bitcoin kannski hraðað á orkuskiptunum á heimsvísu? Skapar núverandi peningakerfi jafnvel meiri sóun en við áttum okkur á? Afstæð skoðun Ef þú spyrðir einhvern í hinum vestræna heimi hvort honum fyndist rafmagnsnotkun Bitcoin vera sóun, yrði svarið mögulega já. Ef þú spyrðir hinsvegar einhvern af þeim tugmilljónum einstaklinga sem lifa við tveggja, þriggja eða jafnvel fjögurra stafa verðbólgu, og hafa ekki efni eða aðgang að fasteignum, hlutabréfum eða gulli til að vernda sig, yrði svarið hart nei. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir verið fastir í fátækt allt sitt líf því þá hefur vantað tól til þess að geta byggt upp sparnað. Án sparnaðar hafa þessir einstaklingar verið þrælar vinnuveitenda sinna og oft þurft að láta sig hafa hræðilegar og jafnvel lífshættulegar vinnuaðstæður til þess að sjá fyrir fjölskyldum sínum. Bitcoin er peningur sem helst eða jafnvel eykst í virði til lengri tíma því hann hefur innbyggða vaxandi sjaldgæfni, og hann nýtist sem sparnaður fyrir svo lítið sem 100 krónur. Fyrir þessa einstaklinga er Bitcoin því líflína, og í þeirra augum er rafmagnsnotkunin þar af leiðandi ekki sóun, heldur nauðsynleg. Orkuskiptin Sólar- og vindorka hafa einn stóran galla; óstöðugleika. Sólin skín bara á daginn og vindurinn er óútreiknanlegur. Þetta leiðir af sér að samfélög hafa meiri orku en þau þurfa einhvern hluta dagsins, en svo ekki nærrum því nóg þegar eftirspurnin er mikil. Vandamálið er að það eru takmarkanir á því hversu mikla umfram orku hægt er að geyma, á hagkvæman hátt, án orkutaps. Orkutapið takmarkar arðbærni fjárfesta og verktaka, og þar af leiðandi á sama tíma byggingu sólar- og vindorkuvera. Með aðstoð Bitcoin námuvéla er hægt að breyta þessari umfram orku, sem annars myndi tapast, í pening. Námuvélarnar auka því arðbærnina og ýta þar af leiðandi undir aukna byggingu og notkun sólar- og vindorkuvera. Þær gera verktökum einnig kleift að byggja stærri ver en ella, því umfram orkan tapast ekki lengur. Umfram orkan sem fylgir stærri verum getur því annað hámarks eftirspurn sem og nýst aukinni rafvæðingu samfélaga. Bitcoin námuvinnsla, sem viðbót við framleiðslu og geymslu hreinnar orku, getur því mögulega hraðað á orkuskiptunum á heimsvísu. Núverandi peningakerfi Rafmagnsnotkun Bitcoin er auðveldlega gagnrýnd vegna þess hversu auðveldlega mælanleg hún er. Rafmagnsnotkun núverandi peningakerfis vegna gagnavera, útibúa, hraðbanka, greiðslukerfa, brynvarða bíla og fleira er einnig mikil, þó ill mælanleg sé. Það sem er þó alvarlegra er óljósa sóunin sem núverandi peningakerfi skapar: Peningamagn í umferð er sífellt á óáreiðanlegu flakki. Þetta truflar vöruverð sem er besta upplýsinga dreifikerfi hagkerfisins. Þessi truflun leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, sem eykur líkurnar á slæmri auðlindanýtingu. Til samanburðar er peningastefna Bitcoin einföld og áreiðanleg, og peningamagn í umferð því augljóst hverju sinni. Þú getur því til dæmis treyst því að ef timbur er að hækka í verði, þá er það ekki mögulega bara vegna aukins peningamagns í umferð. Vöruverð endurspeglar því betur raunverulegt framboð og eftirspurn, sem minnkar líkurnar á slæmri auðlindanýtingu. Núverandi peningakerfi ýtir undir neysluhyggju, sem er helsti óvinur umhverfisins. Vegna ört vaxandi peningamagns í umferð minnkar nefnilega virði sparnaðar með tímanum og er því betra að eyða peningum sem fyrst. Það að peningurinn haldi ekki virði sínu ýtir einstaklingum einnig út í minna úthugsuð verkefni sem og áhættumeiri fjárfestingar, sem eykur líkurnar á illa nýttum kapítal, þ.e. meiri sóun. Í tilfelli Bitcoin er þessu hinsvegar öfugt farið því vegna minnkandi útgáfu nýrra Bitcoina helst eða jafnvel eykst virði Bitcoin til lengri tíma. Bitcoin ýtir því undir sparnað sem og nægjusemi, sem er góð fyrir umhverfið. Peningur sem missir ekki virði sitt með tímanum gefur einstaklingum einnig tíma fyrir dýpri efnahagsleg plön og útreikninga, sem minnkar líkurnar á illa nýttum kapítal, þ.e. minni sóun. Það er ekki nóg með að núverandi peningakerfi ýti undir neysluhyggju, heldur krefst það hennar til að haldast gangandi. Skuldir heimsins voru í fyrra ~360% meiri en framleiðslan. Þetta þýðir að bara til þess að geta borgað vextina af núverandi skuldum þyrfti framleiðni heimsins að vera 12% á ári, gefið að vextirnir af núverandi skuldum séu ~3%. Meðalframleiðni heimsins síðustu 70 ár var ~3%, svo líkurnar á því að 12% náist héðan í frá eru hverfandi. Þetta þýðir að eina leiðin fyrir stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir að uppsöfnuð skuldaborg síðustu 50 ára leiðrétti sig, með öllum þeim slæmu afleiðingum sem það hefði í för með sér, er að auka áfram skuldirnar til að lækka þannig virði fyrrum skulda. Með öðrum orðum má skuldadrifin neysluhyggjan ekki minnka því ef verðhjöðnun á sér stað, þá verður skuldabyrðin óviðráðanleg. Í Bitcoin hagkerfi, þ.e. hagkerfi með föstu peningamagni, eru auðveld lán úr sögunni því í fyrsta lagi eykst skuldabyrði lántaka með tímanum, og í öðru lagi verður verkefnið sem lánað er fyrir að skila meiri framleiðni en meðalframleiðni hagkerfisins til þess að lánið borgi sig fyrir útlánara. Skuldahlutfall slíks hagkerfis yrði þar af leiðandi mjög lágt og því væri það nær útilokað fyrir hagkerfið að þróa með sér þennan sama risastóra galla; að þurfa á neysluhyggju að halda. Að lokum Ég vona að þessi stutti pistill reynist góð áminning um að heimurinn er ekki alltaf svartur og hvítur. Það sem virðist augljóst og rökrétt á yfirborðinu, er það oft ekki þegar kafað er undir það. Hvað umhverfið varðar, þá ættum við mögulega að byrja á því að vega og meta núverandi peningakerfi, áður en við förum að afskrifa Bitcoin sem tilgangslausa sóun. Bitcoin gæti jafnvel verið það sem umhverfið raunverulega þarfnast. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafmyntir Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Sem börn erum við eins og svampur; við sjúgum í okkur fróðleik úr öllum áttum og hikum ekki við að hlusta á og reyna að skilja báðar hliðar hvers penings. Með tímanum breytist hinsvegar eitthvað. Við förum að sjá heiminn sem svartan og hvítan, og eigum í basli með að sjá út fyrir okkar eigin sterku skoðanir. Allir eru sammála um að Bitcoin noti mikið rafmagn, en hinsvegar ekki um hvort það sé til einskis. Með því að kafa aðeins undir yfirborðið ætla ég í þessum stutta pistli að velta við nokkrum steinum er þetta mál varðar. Er rafmagnsnotkunin mögulega ekki til einskis? Getur Bitcoin kannski hraðað á orkuskiptunum á heimsvísu? Skapar núverandi peningakerfi jafnvel meiri sóun en við áttum okkur á? Afstæð skoðun Ef þú spyrðir einhvern í hinum vestræna heimi hvort honum fyndist rafmagnsnotkun Bitcoin vera sóun, yrði svarið mögulega já. Ef þú spyrðir hinsvegar einhvern af þeim tugmilljónum einstaklinga sem lifa við tveggja, þriggja eða jafnvel fjögurra stafa verðbólgu, og hafa ekki efni eða aðgang að fasteignum, hlutabréfum eða gulli til að vernda sig, yrði svarið hart nei. Þessir einstaklingar hafa margir hverjir verið fastir í fátækt allt sitt líf því þá hefur vantað tól til þess að geta byggt upp sparnað. Án sparnaðar hafa þessir einstaklingar verið þrælar vinnuveitenda sinna og oft þurft að láta sig hafa hræðilegar og jafnvel lífshættulegar vinnuaðstæður til þess að sjá fyrir fjölskyldum sínum. Bitcoin er peningur sem helst eða jafnvel eykst í virði til lengri tíma því hann hefur innbyggða vaxandi sjaldgæfni, og hann nýtist sem sparnaður fyrir svo lítið sem 100 krónur. Fyrir þessa einstaklinga er Bitcoin því líflína, og í þeirra augum er rafmagnsnotkunin þar af leiðandi ekki sóun, heldur nauðsynleg. Orkuskiptin Sólar- og vindorka hafa einn stóran galla; óstöðugleika. Sólin skín bara á daginn og vindurinn er óútreiknanlegur. Þetta leiðir af sér að samfélög hafa meiri orku en þau þurfa einhvern hluta dagsins, en svo ekki nærrum því nóg þegar eftirspurnin er mikil. Vandamálið er að það eru takmarkanir á því hversu mikla umfram orku hægt er að geyma, á hagkvæman hátt, án orkutaps. Orkutapið takmarkar arðbærni fjárfesta og verktaka, og þar af leiðandi á sama tíma byggingu sólar- og vindorkuvera. Með aðstoð Bitcoin námuvéla er hægt að breyta þessari umfram orku, sem annars myndi tapast, í pening. Námuvélarnar auka því arðbærnina og ýta þar af leiðandi undir aukna byggingu og notkun sólar- og vindorkuvera. Þær gera verktökum einnig kleift að byggja stærri ver en ella, því umfram orkan tapast ekki lengur. Umfram orkan sem fylgir stærri verum getur því annað hámarks eftirspurn sem og nýst aukinni rafvæðingu samfélaga. Bitcoin námuvinnsla, sem viðbót við framleiðslu og geymslu hreinnar orku, getur því mögulega hraðað á orkuskiptunum á heimsvísu. Núverandi peningakerfi Rafmagnsnotkun Bitcoin er auðveldlega gagnrýnd vegna þess hversu auðveldlega mælanleg hún er. Rafmagnsnotkun núverandi peningakerfis vegna gagnavera, útibúa, hraðbanka, greiðslukerfa, brynvarða bíla og fleira er einnig mikil, þó ill mælanleg sé. Það sem er þó alvarlegra er óljósa sóunin sem núverandi peningakerfi skapar: Peningamagn í umferð er sífellt á óáreiðanlegu flakki. Þetta truflar vöruverð sem er besta upplýsinga dreifikerfi hagkerfisins. Þessi truflun leiðir af sér ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar, sem eykur líkurnar á slæmri auðlindanýtingu. Til samanburðar er peningastefna Bitcoin einföld og áreiðanleg, og peningamagn í umferð því augljóst hverju sinni. Þú getur því til dæmis treyst því að ef timbur er að hækka í verði, þá er það ekki mögulega bara vegna aukins peningamagns í umferð. Vöruverð endurspeglar því betur raunverulegt framboð og eftirspurn, sem minnkar líkurnar á slæmri auðlindanýtingu. Núverandi peningakerfi ýtir undir neysluhyggju, sem er helsti óvinur umhverfisins. Vegna ört vaxandi peningamagns í umferð minnkar nefnilega virði sparnaðar með tímanum og er því betra að eyða peningum sem fyrst. Það að peningurinn haldi ekki virði sínu ýtir einstaklingum einnig út í minna úthugsuð verkefni sem og áhættumeiri fjárfestingar, sem eykur líkurnar á illa nýttum kapítal, þ.e. meiri sóun. Í tilfelli Bitcoin er þessu hinsvegar öfugt farið því vegna minnkandi útgáfu nýrra Bitcoina helst eða jafnvel eykst virði Bitcoin til lengri tíma. Bitcoin ýtir því undir sparnað sem og nægjusemi, sem er góð fyrir umhverfið. Peningur sem missir ekki virði sitt með tímanum gefur einstaklingum einnig tíma fyrir dýpri efnahagsleg plön og útreikninga, sem minnkar líkurnar á illa nýttum kapítal, þ.e. minni sóun. Það er ekki nóg með að núverandi peningakerfi ýti undir neysluhyggju, heldur krefst það hennar til að haldast gangandi. Skuldir heimsins voru í fyrra ~360% meiri en framleiðslan. Þetta þýðir að bara til þess að geta borgað vextina af núverandi skuldum þyrfti framleiðni heimsins að vera 12% á ári, gefið að vextirnir af núverandi skuldum séu ~3%. Meðalframleiðni heimsins síðustu 70 ár var ~3%, svo líkurnar á því að 12% náist héðan í frá eru hverfandi. Þetta þýðir að eina leiðin fyrir stjórnvöld til þess að koma í veg fyrir að uppsöfnuð skuldaborg síðustu 50 ára leiðrétti sig, með öllum þeim slæmu afleiðingum sem það hefði í för með sér, er að auka áfram skuldirnar til að lækka þannig virði fyrrum skulda. Með öðrum orðum má skuldadrifin neysluhyggjan ekki minnka því ef verðhjöðnun á sér stað, þá verður skuldabyrðin óviðráðanleg. Í Bitcoin hagkerfi, þ.e. hagkerfi með föstu peningamagni, eru auðveld lán úr sögunni því í fyrsta lagi eykst skuldabyrði lántaka með tímanum, og í öðru lagi verður verkefnið sem lánað er fyrir að skila meiri framleiðni en meðalframleiðni hagkerfisins til þess að lánið borgi sig fyrir útlánara. Skuldahlutfall slíks hagkerfis yrði þar af leiðandi mjög lágt og því væri það nær útilokað fyrir hagkerfið að þróa með sér þennan sama risastóra galla; að þurfa á neysluhyggju að halda. Að lokum Ég vona að þessi stutti pistill reynist góð áminning um að heimurinn er ekki alltaf svartur og hvítur. Það sem virðist augljóst og rökrétt á yfirborðinu, er það oft ekki þegar kafað er undir það. Hvað umhverfið varðar, þá ættum við mögulega að byrja á því að vega og meta núverandi peningakerfi, áður en við förum að afskrifa Bitcoin sem tilgangslausa sóun. Bitcoin gæti jafnvel verið það sem umhverfið raunverulega þarfnast. Höfundur er sjálfstæður fjárfestir.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun