Skoðun

Verkalýðshreyfingin og gengi krónunnar

Kári Jónsson skrifar

Furðu sætir í aðdraganda nýrra kjarasamninga að verkalýðshreyfingin skilar auðu um gengið á „blessuðu“ krónunni okkar, ekkert hefur jafnmikil áhrif á kaupmátt launa okkar og verkalýðshreyfingin hefur enga skoðun á því!

Seðlabankinn hóf uppkaup á gjaldeyri 2014 og gjaldeyrisforðinn 2021 er 1000-milljarðar, sem hafa í raun verið teknir út úr hagkerfinu á kostnað alls almennings/launafólks.

Verkalýðshreyfingin hefur enga skoðun á því!

Á sama tíma er kyrjað um samstöðu launafólks í aðdraganda nýrra samninga, á sama tíma er salek-fólkið að safna liði um að taka verkfalls-neyðarréttinn af launafólki.

Ævintýralegur hagnaður ríkistyrktu-einokunar-útgerðanna og annarra útflutnings-fyrirtækja er í sérstöku DEKRI hjá ólöglegri/siðlausri ríkistjórn Katrínar og co.

Verkalýðshreyfingin hefur enga skoðun á því, eða hvað?

Gengi krónunnar hefur verið FELLT um 30% á síðastliðnum 20-mánuðum með tilheyrandi kaupmáttar-skerðingu.

Verkalýðshreyfingin hefur enga skoðun á því, eða hvað?

Ég ætlast til þess að verkalýðshreyfingin/hagfræðingar ASÍ taki afstöðu og skýri fyrir almenningi skoðanaleysi verkalýðshreyfingarinnar á HRUN-gengi krónunnar.

Ætlar verkalýðshreyfinginn að halda áfram að skila auðu á GENGISFELLINGU krónunnar?

Höfundur var frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn í Suðurkjördæmi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.