Skipulagsstefna ÁTVR Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 4. desember 2021 07:02 Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun