Skipulagsstefna ÁTVR Pétur Marteinn Urbancic Tómasson skrifar 4. desember 2021 07:02 Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Mest lesið Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Áfengi er, hvort sem fólki líkar betur eða verr, neysluvara sem fólk mun sækja sér. Í síðustu viku tilkynnti ÁTVR að búið væri að ákveða staðsetningu fyrir nýja Vínbúð sem koma á í stað þeirrar sem nú er í Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur. „Við höfum farið yfir innsend tilboð og niðurstaða ÁTVR er að aðeins eitt tilboð uppfylli skilyrði hvað staðsetningu varðar miðað við forsendur auglýsingarinnar. Það er húsnæðið að Fiskislóð 10,“ sagði aðstoðarforstjóri ÁTVR. Látum það liggja á milli hluta að húsnæðið að Fiskislóð 10, sem er á Grandanum, uppfyllir alls ekki skilyrði auglýsingarinnar um staðsetningu, þar sem svæðið var afmarkað af Snorrabraut, Hverfisgötu, Tryggvagötu, Geirsgötu og til sjávar í norður. Það sem raunverulega skiptir máli er sjálfstæð skipulagsstefna ÁTVR, sem er bæði gamaldags og hvetur til aukinnar bílaumferðar og mengunar. Eins og stendur er ein verslun ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu staðsett eins og hún sé hugsuð fyrir fólk sem notar virka ferðamóta, þ.e. fólk sem kemur ekki á bíl. Það er búðin í Austurstræti, sú sem á að loka. Það vill einnig svo til að sú búð er á því svæði höfuðborgarsvæðisins þar sem flestir íbúar nota virka ferðamáta og fæsta langar að nota bíl til að ferðast til og frá vinnu. ÁTVR er með 40% samdráttarmarkmið í útblæstri til ársins 2030 miðað við árið 2016 og til þess að ná því markmiði ætla þau meðal annars að draga úr akstri. Það skýtur því skökku við að færa þessa einu áfengisverslun miðbæjarins, úr miðbænum. Sé markmiðið raunverulega að draga úr losun vegna aksturs, ætti verslunin ekki að vera staðsett í góðu göngu- og hjólafæri við þá sem nýta sér hana? Þúsundir íbúa miðbæjarins missa við þessa einu ákvörðun mikilvæga nærþjónustu og ef breytingarnar verða að veruleika mun vera styttra fyrir íbúa sem búa við Hallgrímskirkju að labba í Kringluna heldur en í „miðbæjarbúðina“ á Grandanum. En þessar ákvarðanir varða ekki bara fólk sem kýs að nota virka ferðamáta, heldur einnig þau sem kjósa að ferðast með bíl. Með ákvörðun ÁTVR verða alla jafna fleiri bílar í umferðinni, sem verða notaðir til þess eins að keyra og kaupa áfengi, fólk sem annars hefði einfaldlega labbað og ekki aukið umferð. Ákvörðunin neyðir mörg þúsund manns til að setjast upp í bíl og keyra. Það er erfitt að sjá hverjum þessi stefna gagnast. Hún gagnast ekki íbúum miðbæjarins, hún gagnast ekki fólki sem keyrir bíl og hún gagnast svo sannarlega ekki ferðamönnum miðborgarinnar. Efast má um að stefnan gagnist ÁTVR til lengri tíma. Ef skipulagsstefna ÁTVR er svona ótrúlega gamaldags, að búðir sé einungis að finna á bílastæðum fjarri íbúabyggð, er þá ekki ríkisrekin vínbúð gamaldags barn síns tíma? En þetta glapræði gæti þó glatt nokkra hópa: Byrgja ÁTVR (ef hóp má kalla), fólk sem vill banna allt áfengi og fagnar öllu skertu aðgengi að því og að lokum fólkið sem vill gefa áfengissölu frjálsa og fagnar hverjum mistökum ÁTVR. Stefna ÁTVR ætti að vera í þveröfuga átt við þessa ákvörðun - að opna fleiri og minni verslanir þar sem fólk býr í reynd, í stað þess að opna enn eina verslunina á bílastæðaauðn. Við sjáum að þetta er sú stefna sem matvöruverslanir hafa tekið upp í síauknum mæli. Slík stefna eykur nærþjónustu, minnkar umferð, gerir hverfi sjálfbærari og eykur lífsgæði. Höfundur er lögfræðingur og forseti Hallveigar, ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun