Þórdís Anna Oddsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður fjárstýringar hjá Landsvirkjun. Hún kemur til Landsvirkjunar frá Kviku banka, þar sem hún hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf undanfarin þrjú ár.
Þar á undan vann hún í sex ár hjá Icelandair, meðal annars sem forstöðumaður í tekjustýringu og á fjármálasviði. Einnig hefur Þórdís Anna starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Straumi fjárfestingabanka og við gjaldeyrismiðlun hjá Landsbankanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun.
Þórdís Anna lauk BSc í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og MSc í iðnaðarverkfræði frá Georgia Institute of Technology í Bandaríkjunum árið 2007.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira