Áróður hagsmunasamtaka stórfyrirtækja Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 3. desember 2021 09:31 Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki. Spurningin er ekki sett fram af því þessi hagsmunasamtök stærstu fyrirtækja landsins skorti svarið. Svarið liggur nefnilega í augum uppi. Spurningin er sett fram sem áróðursbragð sem virðist hafa þann tilgang að minnka umsvif hins opinbera og réttlæta einkavæðingu almannaþjónustunnar. En hverjir eru þessir opinberu starfsmenn sem þessi hagsmunasamtök sem kostuð eru af fyrirtækjunum í landinu vilja fækka? Er þetta ekki fólk sem mætti segja upp í stórum stíl til að bæta samfélagið? Höfum við nokkuð við alla þessa sjúkraliða, sjúkraflutningamenn og aðra heilbrigðisstarfsmenn að gera? Erum við ekki með ofgnótt af slökkviliðsmönnum sem hætta lífi og limum til að bjarga okkur hinum? Eða lögreglumönnum sem gæta að öryggi okkar allra? Eru ekki allt of margir leikskólastarfsmenn og kennarar sem annast og kenna börnunum okkar? Getum við ekki fækkað fólki sem vinnur við umönnun fatlaðs fólks og aldraðra? Eða starfsfólki í sundlaugum og íþróttahúsum? Samtök atvinnulífsins myndu eflaust líka taka því fegins hendi ef starfsfólki eftirlitsstofnana, sem gæta hagsmuna almennings, yrði fækkað hressilega. Hagsmunasamtök fyrirtækja sem mörg hver greiða gríðarháar arðgreiðslur til eigenda sinna vilja telja okkur trú um að opinberir starfsmenn dragi þróttinn úr íslensku hagkerfi. Staðreyndin er hins vegar sú að opinberir starfsmenn halda mikilvægri almannaþjónustu gangandi og án þeirra myndi atvinnulífið stöðvast. Landsmönnum að fjölga Samtök atvinnulífsins vita vel að opinberum starfsmönnum hefur í raun lítið fjölgað undanfarið. Staðreyndin er sú að landsmönnum fjölgar og þar með eykst þörfin fyrir starfsfólk í almannaþjónustunni. Því fjölmennari sem þjóðin er er og því meira sem fólk eldist þurfum við fleira starfsfólk í umönnun og heilbrigðiskerfinu. Þegar afbrotunum fjölgar þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Tölurnar tala sínu máli. Ef fjöldi opinberra starfsmanna er skoðaður sem hlutfall af landsmönnum öllum sést að fjöldinn hefur nánast staðið í stað á undanförnum árum. Í þessum samanburði ber einnig að hafa í huga að fjölda starfandi á almennum vinnumarkaði hefur fækkað vegna atvinnuleysis, sérstaklega í ferðaþjónustu. Hagsmunasamtök fyrirtækja vita þetta allt vel. Samt kjósa talsmenn þeirra að bera fram þessar spurningar sem hluta af áróðri sínum. Þar horfa þeir líka fram hjá því að gríðarlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfið, almannavarnir, skólakerfið og meirihluta stofnana í almannaþjónustu vegna heimsfaraldursins og í raun má furðu sæta að starfsfólki hafi ekki verið fjölgað meira til samræmis við aukna þörf. Ríki og sveitarfélög brugðust líka við atvinnuleysi með tímabundnum ráðningum í átakinu Hefjum störf og með því að auka fjölda sumarstarfa fyrir námsmenn ásamt öðrum vinnumarkaðsaðgerðum. Aðgerðum sem voru þróaðar í samráði við meðal annars hagsmunasamtök fyrirtækja. Launin hæst á almenna markaðinum Auk þess að vega að opinberum starfsmönnum með þessum hætti hefur einnig verið fjallað um laun opinberra starfsmanna og látið að því liggja að þau séu hærri en annarsstaðar tíðkast. Þar er einnig talað gegn betri vitund. Því til staðfestingar þarf ekki að gera annað en að skoða samanburð á grunnlaunum starfsfólks innan heildarsamtaka launafólks; BSRB, ASÍ og BHM. Þegar laun félagsfólks heildarsamtakanna þriggja eru skoðuð eftir því hvar það starfar er myndin alltaf eins. Launin innan hverra heildarsamtaka eru í öllum tilvikum áberandi hæst hjá þeim sem starfa á almenna markaðinum. Þetta er auðséð á meðfylgjandi mynd, þar sem dökka súlan sýnir starfsfólk á almenna markaðinum innan hverra heildarsamtaka. Þó að á myndinni séu aðeins grunnlaun sýna sambærilegar myndir með meðaltali reglulegra launa annars vegar og reglulegra heildarlauna hins vegar nákvæmlega sömu stöðu. Hvernig sem málið er skoðað eru launin alltaf hæst á almenna markaðinum. Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins Starfsfólkið í almannaþjónustunni eru einstaklingar sem helga störf sín þjónustu við almenning, bera uppi velferðarkerfið og gæta almannaöryggis. Öflug velferð og löggæsla hafa jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og þar með fyrirtækin í landinu. Starfsfólk almannaþjónustunnar hefur unnið þrekvirki undir miklu álagi í á annað ár og hætt er við að framlínufólk hafi gengið svo nærri heilsu sinni að það hafi neikvæðar langtímaafleiðingar sem hefur ekki bara áhrif á það sjálft heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Það er ábyrgðarhluti að talsmenn stórfyrirtækja líti ekki eingöngu fram hjá þessu ómetanlega framlagi heldur reyni að stuðla að aukinni skautun í opinberri umræðu. Það gera þeir með því að gera því skóna að starfsfólk almannaþjónustunnar megi missa sín og eigi ekki að njóta launa í samræmi við þau verðmæti sem vinnuframlag þeirra skapar, byggt á rökum sem þeir vita að standast ekki skoðun. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaramál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Hverjir eru þessir óteljandi opinberu starfsmenn sem sitja eins og baggi á íslensku þjóðinni? Að þessu spyrja Samtök atvinnulífsins, þó samtökin orði reyndar spurninguna með aðeins penni hætti. Þau spyrja hvernig standi á því að opinberum starfsmönnum fjölgi meðan launafólki á almennum vinnumarkaði fækki. Spurningin er ekki sett fram af því þessi hagsmunasamtök stærstu fyrirtækja landsins skorti svarið. Svarið liggur nefnilega í augum uppi. Spurningin er sett fram sem áróðursbragð sem virðist hafa þann tilgang að minnka umsvif hins opinbera og réttlæta einkavæðingu almannaþjónustunnar. En hverjir eru þessir opinberu starfsmenn sem þessi hagsmunasamtök sem kostuð eru af fyrirtækjunum í landinu vilja fækka? Er þetta ekki fólk sem mætti segja upp í stórum stíl til að bæta samfélagið? Höfum við nokkuð við alla þessa sjúkraliða, sjúkraflutningamenn og aðra heilbrigðisstarfsmenn að gera? Erum við ekki með ofgnótt af slökkviliðsmönnum sem hætta lífi og limum til að bjarga okkur hinum? Eða lögreglumönnum sem gæta að öryggi okkar allra? Eru ekki allt of margir leikskólastarfsmenn og kennarar sem annast og kenna börnunum okkar? Getum við ekki fækkað fólki sem vinnur við umönnun fatlaðs fólks og aldraðra? Eða starfsfólki í sundlaugum og íþróttahúsum? Samtök atvinnulífsins myndu eflaust líka taka því fegins hendi ef starfsfólki eftirlitsstofnana, sem gæta hagsmuna almennings, yrði fækkað hressilega. Hagsmunasamtök fyrirtækja sem mörg hver greiða gríðarháar arðgreiðslur til eigenda sinna vilja telja okkur trú um að opinberir starfsmenn dragi þróttinn úr íslensku hagkerfi. Staðreyndin er hins vegar sú að opinberir starfsmenn halda mikilvægri almannaþjónustu gangandi og án þeirra myndi atvinnulífið stöðvast. Landsmönnum að fjölga Samtök atvinnulífsins vita vel að opinberum starfsmönnum hefur í raun lítið fjölgað undanfarið. Staðreyndin er sú að landsmönnum fjölgar og þar með eykst þörfin fyrir starfsfólk í almannaþjónustunni. Því fjölmennari sem þjóðin er er og því meira sem fólk eldist þurfum við fleira starfsfólk í umönnun og heilbrigðiskerfinu. Þegar afbrotunum fjölgar þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Tölurnar tala sínu máli. Ef fjöldi opinberra starfsmanna er skoðaður sem hlutfall af landsmönnum öllum sést að fjöldinn hefur nánast staðið í stað á undanförnum árum. Í þessum samanburði ber einnig að hafa í huga að fjölda starfandi á almennum vinnumarkaði hefur fækkað vegna atvinnuleysis, sérstaklega í ferðaþjónustu. Hagsmunasamtök fyrirtækja vita þetta allt vel. Samt kjósa talsmenn þeirra að bera fram þessar spurningar sem hluta af áróðri sínum. Þar horfa þeir líka fram hjá því að gríðarlegt álag hefur verið á heilbrigðiskerfið, almannavarnir, skólakerfið og meirihluta stofnana í almannaþjónustu vegna heimsfaraldursins og í raun má furðu sæta að starfsfólki hafi ekki verið fjölgað meira til samræmis við aukna þörf. Ríki og sveitarfélög brugðust líka við atvinnuleysi með tímabundnum ráðningum í átakinu Hefjum störf og með því að auka fjölda sumarstarfa fyrir námsmenn ásamt öðrum vinnumarkaðsaðgerðum. Aðgerðum sem voru þróaðar í samráði við meðal annars hagsmunasamtök fyrirtækja. Launin hæst á almenna markaðinum Auk þess að vega að opinberum starfsmönnum með þessum hætti hefur einnig verið fjallað um laun opinberra starfsmanna og látið að því liggja að þau séu hærri en annarsstaðar tíðkast. Þar er einnig talað gegn betri vitund. Því til staðfestingar þarf ekki að gera annað en að skoða samanburð á grunnlaunum starfsfólks innan heildarsamtaka launafólks; BSRB, ASÍ og BHM. Þegar laun félagsfólks heildarsamtakanna þriggja eru skoðuð eftir því hvar það starfar er myndin alltaf eins. Launin innan hverra heildarsamtaka eru í öllum tilvikum áberandi hæst hjá þeim sem starfa á almenna markaðinum. Þetta er auðséð á meðfylgjandi mynd, þar sem dökka súlan sýnir starfsfólk á almenna markaðinum innan hverra heildarsamtaka. Þó að á myndinni séu aðeins grunnlaun sýna sambærilegar myndir með meðaltali reglulegra launa annars vegar og reglulegra heildarlauna hins vegar nákvæmlega sömu stöðu. Hvernig sem málið er skoðað eru launin alltaf hæst á almenna markaðinum. Ábyrgð aðila vinnumarkaðarins Starfsfólkið í almannaþjónustunni eru einstaklingar sem helga störf sín þjónustu við almenning, bera uppi velferðarkerfið og gæta almannaöryggis. Öflug velferð og löggæsla hafa jákvæð áhrif á atvinnuþátttöku og þar með fyrirtækin í landinu. Starfsfólk almannaþjónustunnar hefur unnið þrekvirki undir miklu álagi í á annað ár og hætt er við að framlínufólk hafi gengið svo nærri heilsu sinni að það hafi neikvæðar langtímaafleiðingar sem hefur ekki bara áhrif á það sjálft heldur einnig fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Það er ábyrgðarhluti að talsmenn stórfyrirtækja líti ekki eingöngu fram hjá þessu ómetanlega framlagi heldur reyni að stuðla að aukinni skautun í opinberri umræðu. Það gera þeir með því að gera því skóna að starfsfólk almannaþjónustunnar megi missa sín og eigi ekki að njóta launa í samræmi við þau verðmæti sem vinnuframlag þeirra skapar, byggt á rökum sem þeir vita að standast ekki skoðun. Höfundur er formaður BSRB.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun