Mikil fjölgun þeirra sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda Heimsljós 2. desember 2021 09:46 Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum. Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld. Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – Global Humanitarian Overview – sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum. „Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við. Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent
Á næsta ári koma 274 milljónir manna til með að þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda, fleiri en nokkru sinni fyrr. Fjölgun þeirra sem búa við slík bágindi nemur 39 milljónum milli ára, 17 prósentum. Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsstofnanir stefna að því að aðstoða 183 milljónir manna í 63 löndum sem eru í brýnustu þörf. Það kallar á 41 milljarða dala útgjöld. Þetta kemur fram í í yfirliti Samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) – Global Humanitarian Overview – sem er víðtækasta opinbera greining á mannúðarþörf í heiminum. Yfirlitið veitir glögga mynd af núverandi stöðu og framtíðarhorfum í mannúðaraðgerðum. „Loftslagsvandinn bitnar fyrst og fremst á viðkvæmasta fólkinu í heiminum. Stríðsátök dragast á langinn og óstöðugleiki hefur aukist í mörgum heimshlutum eins og Eþíópíu, Mjamar og Afganistan,“ segir Martin Griffith framkvæmdastjóri OCHA. „Heimsfaraldrinum er ólokið og fátæk ríki fá ekki bóluefni,“ bætir hann við. Griffith bendir á að rúma eitt prósent mannkyns sé á hrakhólum, hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Sárafátækt aukist á nýjan leik. Konur og stúlkur verði oftast verst úti og hungursneyð vofi yfir 45 milljónum manna í 43 löndum. OCHA gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum og stofnunin er ein af fjórum áherslustofnunum Íslands í mannúðaraðstoð samkvæmt stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019-2023. Ísland veitir árlega óeyrnamerkt kjarnaframlög til OCHA samkvæmt rammasamningi en gerð rammasamninga til alþjóðastofnana er í takt við áherslur Íslands um mikilvægi fyrirsjáanleika og sveigjanleika framlaga. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent