Handbolti

Spánn hóf HM með stór­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Alexandrina Barbosa átti góðan leik í liði Spánar.
Alexandrina Barbosa átti góðan leik í liði Spánar. EPA-EFE/MANUEL FERNANDO ARAUJO

HM kvenna í handbolta hófst í kvöld með leik Spánar og Argentínu en mótið fer fram á Spáni að þessu sinni. Fór það svo að Spánn vann öruggan 16 marka sigur, lokatölur 29-13.

Leikur kvöldsins var þó ótrúlegt megi virðast mjög spennandi framan af. Fyrri hálfleikur var hnífjafn og aðeins munaði einu marki á liðunum er flautað var til hálfleiks, staðan þá 11-10.

Í þeim síðari skoraði Argentína aðeins þrjú mörk gegn 18 hjá gestgjöfunum og sigurinn því á endanum einkar öruggur, lokatölur 29-13. Alexandrina Cabral Barbosa og Carmen Campos voru markahæstar í liði Spánar með fimm mörk hvor.

HM í handbolta heldur áfram næstu daga og vikur en úrslitaleikur mótsins fer fram 19. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×