Skóli fyrir suma? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 29. nóvember 2021 11:00 Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Hvað ef við ímyndum okkur að við lok leikskóla fái allir nemendur umsögn út frá námsstöðu? Hvort þau kunni að draga til stafs, lesa eða reikna og út frá þeim niðurstöðum bjóðist þeim skólavist í tilteknum skólum. Þannig geti grunnskólarnir sett viðmið um inntöku og einungis getumestu nemendurnir komist inn í tiltekna skóla, þá skóla sem eru vinsælastir. Líklega hugnast fæstum slík flokkun og sjálfsagt finnst flestum hugmyndin slæm. Það hefur þó tíðkast til fjölda ára að við lok grunnskóla séu nemendur metnir út frá námsstöðu. Þegar stóri dómur fellur við lok grunnskóla er það punktastaða nemenda að vori sem ræður því hvort nemendur komast inn í draumaskólann sinn. Draumaskólarnir eru gjarnan þeir vinsælustu. Við lok grunnskóla eru nemendur börn samkvæmt lögum og þau eru það áfram í tvö ár af þeim þremur sem þau eru í framhaldsskóla. Gengi nemenda í skóla veltur ekkert endilega á gömlu skilgreindu gáfunum. Það er flókið að vera barn í dag, börn eiga mismunandi bakland og félagslegar aðstæður þeirra eru mismunandi. Börn geta glímt við kvíða, depurð, þunglyndi, brotna sjálfsmynd, óöryggi, félagslega einangrun, listinn er langur. Það er afar mikilvægt að skólakerfið vinni með þessa þætti samhliða hinu hefðbundna bóknámi. Við lok grunnskólagöngu hefur einungis hluti nemenda raunverulegt val um skólavist. Rannsóknir sýna að félagslegir- og efnahagslegir þættir hafa áhrif á skólavist nemenda að loknum grunnskóla. Nemendum með sterkara bakland út frá efnahag og námsstöðu foreldra standa fleiri dyr opnar að loknum grunnskóla. Það er vegna þeirra viðmiða sem stuðst er við í lok grunnskóla og þeirra viðmiða sem framhaldsskólarnir setja við inntöku nemenda. Nemendur með hærri einkunnir komast inn í vinsælustu skólana og það bjóða ekki allir skólar upp á fornám eða sérdeildir. Skóli án aðgreiningar og samfélag án aðgreiningar tryggir öllum jöfn tækifæri út frá félagslegri stöðu, getu og efnahag. Framhaldsskólinn er að stærstum hluta barnaskóli, hann er að tveimur þriðju skóli fyrir börn. Í framhaldsskólanum höldum við áfram að mennta börn og koma þeim til manns eins og sagt er. Í framhaldsskólanum læra börn ýmislegt um alls konar, formlega og óformlega. Þau læra í kennslustundum, þau læra líka í frímínútum, mest þar sem fjölbreytileikinn er mestur. Framhaldsskólar landsins sinna hlutverki sínu af alúð og metnaði. Allir framhaldsskólar landsins bjóða upp á sambærilegt bóknám til stúdentsprófs þar sem nemendur geta byggt upp traustan grunn fyrir frekara nám í háskólum eða öðru framhaldsnámi. Það væri bara einhvern veginn meira í anda samfélags án aðgreiningar ef allir framhaldsskólar væru fyrir alla og ekki sumir fyrir suma. Höfundur er skólameistari Menntaskólans í Kópavogi.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun