Gjörgæsla í gjörgæslu Aníta Aagestad og Anna María Leifsdóttir skrifa 28. nóvember 2021 11:00 Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun