Hollvinir samfélagsins Drífa Snædal skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Endurnýjuð ríkisstjórn verður væntanlega kynnt til sögunnar á allra næstu dögum. Þessi ríkisstjórn þarf að taka á efnahagslegum afleiðingum kóvid-faraldursins og stendur því frammi fyrir klassískum spurningum stjórnmálanna. Á að verja innviði samfélagsins og beita jöfnunartækjum til að draga úr ójöfnuði í kjölfar kreppu? Eða á að nýta tækifærið með vísan til skulda ríkissjóðs, afhenda fjármálaöflum sameiginlegar eigur og auka þannig ójöfnuð til að fáir útvaldir geti makað krókinn. Fjármagnseigendur eru með fullar hendur fjár og um allan heim bíða þeir eftir að komast yfir samfélagslegar eigur því þar er helsta gróðavonin um þessar mundir. Að reka hluta af grunninnviðum fyrir ríkið „tryggir greiðsluflæði“ eins og það heitir á fjármálatungumáli. Á venjulegu máli heitir það að vera með hendurnar í vasa skattgreiðenda, eða vera hreinlega á ríkisspenanum. Innviðirnir verða að vera til staðar, þeir mega ekki klikka og því er ljóst að ríkið hleypur undir bagga ef í harðbakkann slær. Þetta er módel sem getur ekki klikkað fyrir fjármagnseigendur og hefur um áratugaskeið verið kynnt fyrir almenningi sem hagkvæmni í rekstri. Ríkið hefur minnkað skuldir sínar með því að fá einkaaðila til verka og bindast þeim svo notenda- eða leigusamningsböndum um ókomna tíð, sem alla jafna eru dýrari fyrir skattgreiðendur. Hagkvæmnin er því aðeins til á pappír og í vösum fjármagnseigenda. Þetta er ekki samsæriskenning heldur raunveruleg staða. Fjárfestingasjóðir undirbúa nú innviðasókn í trausti þess að ríkisstjórnin vinni með þeim. Slíkt er ekki almenningi í hag, að selja eða gefa frá sér sameiginlegar eigur og greiða svo fyrir þær leigu eða þjónustugjöld í fyrirsjáanlegri framtíð. Það er skaðleg hugmyndafræði sem meira að segja íhaldssömustu alþjóðastofnanir vara við í kjölfar niðursveiflunnar og ýmis lönd reyna að vinda ofan af slíkum afdrifaríkum mistökum fortíðar. Það verður áhugavert að vita hvaða öfl innan stjórnmálanna munu leggjast á sveif með almenningi í þessu máli og hvaða öfl ætla að leyfa fjármagnsöflunum að vaða uppi. ASÍ mun fylgjast náið með þróuninni, en almenningur verður líka að eiga sína hagsmunaverði í hópi stjórnmálamanna. Saman eiga slíkir stjórnmálamenn, verkalýðshreyfingin og félagasamtök að mynda öflugt þrýstiafl sem stendur vörð um velferð, eignir og þjónustu sem við höfum byggt upp síðustu áratugi og eigum sem samfélag að njóta góðs af. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar