Thor Thors – fulltrúi smáþjóðar á vettvangi alþjóðastjórnmála Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 26. nóvember 2021 08:01 Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef fáa íslenska stjórnmálamenn í jafnmiklum hávegum og Thor Thors, ekki síst vegna aðkomu hans að málefnum Ísraels í lok árs 1947. Saga þessa máls gæti reynst ágætur leiðarvísir í samskiptum íslenskra stjórnmálamanna við Ísrael í dag. Thor Thors fæddist þann 26. nóvember 1903. Yfir ævina gegndi hann ýmsum ólíkum störfum en hann var meðal annars framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Kveldúlfs frá 1927 til 1934 og þingmaður Sjálfstæðisflokksins árin 1933 til 1941. Það væri engu að síður skammsýni að ætla að arfleifð Thors Thors væri eingöngu arfleifð Sjálfstæðisflokksins. Árið 1941 var hann skipaður sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Það má því segja að þann hluta ævinnar hafi hann verið fulltrúi íslensku þjóðarinnar í heild. Árið 1946 var Thor skipaður formaður sendinefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Ári síðar hlaut hann þar stöðu fastafulltrúa Íslands (e. permanent representative). Það vill svo til að 26. nóvember er ekki einungis afmælisdagur Thors heldur hélt hann einnig mikilvæga ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þennan dag árið 1947. Hann hafði verið skipaður í sérstaka nefnd sem fjallaði um deiluna um breska umboðssvæðið Palestínu (e. Mandatory Palestine). Í ræðunni kynnti hann tillögu nefndarinnar að skiptingu svæðisins í ríki Gyðinga annars vegar og ríki Araba hins vegar. Ríki Arababandalagsins voru andvíg skiptingartillögunni og sáu þau fyrir sér eitt ríki á svæðinu. Miðað við stöðu annarra minnihlutaþjóða í Arabaríkjunum verður að teljast ólíklegt að Gyðingar hefðu hlotið réttindi til jafns við arabíska íbúa ríkisins sem Arababandalagið sá fyrir sér. Tillagan að skiptingu svæðisins var því táknræn stuðningsyfirlýsing við sjálfsákvörðunarrétt Gyðinga og rétt þeirra til eigin þjóðríkis. Bandaríkin og Sovétríkin voru meðal þeirra ríkja sem studdu tillöguna en Bretar sátu hjá, aðallega vegna þess að þeir vildu ekki styggja Arabaríkin og stofna olíuhagsmunum sínum í hættu. Það gætir reyndar ákveðins misskilnings um hlutverk Sameinuðu þjóðanna í þessu máli. Skiptingartillagan var einungis ráðgefandi þrátt fyrir að hafa verið samþykkt af meirihluta aðildarríkjanna. Ísraelsríki var ekki stofnað af Sameinuðu þjóðunum heldur var það stofnað með sjálfstæðisyfirlýsingu Gyðinga þann 14. maí 1948, nokkrum klukkustundum áður en Bretar afsöluðu sér völdum yfir svæðinu. Þrátt fyrir að tillagan hafi ekki verið lagalega bindandi var samþykkt hennar til marks um vilja alþjóðasamfélagsins um að sjálfstætt ríki Gyðinga yrði að veruleika. Höfnun tillögunnar hefði að sama skapi falið í sér höfnun á rétti Gyðinga til þjóðríkis. Þremur dögum eftir fyrri ræðuna – þann 29. nóvember 1947 – tók Thor Thors fyrstur manna til máls á allsherjarþinginu og sem fyrr einkenndist ræða hans af ákveðni og rökfestu. Í lok ræðunnar sagði hann meðal annars: „Ég vona í lengstu lög að skynsemi foringja beggja aðila geri þeim það ljóst að það er betra fyrir þá að búa saman sem góðir nágrannar en að eiga það á hættu að hvor út af fyrir sig eigi að tortímast.“ Þótt hættan sem Thor Thors talaði um sé enn til staðar hefur afstaða Arababandalagsins til Ísraels að ýmsu leyti breyst til hins betra. Sex Arabaríki hafa hingað til komið á stjórnmálasambandi við Ísrael og væntanlega munu fleiri Arabaríki bætast í þann hóp í náinni framtíð. Í ljósi sögunnar undanfarin sjötíu ár ætti öllum að vera ljóst að hagsmunum Mið-Austurlanda er betur borgið með Ísrael sem bandamann frekar en óvin. Þannig getur vonin um frið loksins orðið að veruleika. Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=576 https://timarit.is/page/3277631?iabr=on#page/n0/mode/2up/search/thor%20thors
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun