Helena Sverrisdóttir: Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 19:01 Helena Sverrisdóttir segir það mjög svekkjandi að missa af leikjum bæði með Haukum og landsliðinu. Mynd/Skjáskot Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, varð fyrir meiðslum í Evrópuleik með Haukum í Portúgal á dögunum þar sem hún reif ytri liðþófa. Hún segir það ótrúlega svekkjandi að missa af leikjum, bæði með félagsliði sem og landsliði. „Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin Haukar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
„Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin
Haukar Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira