Helena Sverrisdóttir: Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. nóvember 2021 19:01 Helena Sverrisdóttir segir það mjög svekkjandi að missa af leikjum bæði með Haukum og landsliðinu. Mynd/Skjáskot Helena Sverrisdóttir, leikmaður Hauka og íslenska landsliðsins í körfubolta, varð fyrir meiðslum í Evrópuleik með Haukum í Portúgal á dögunum þar sem hún reif ytri liðþófa. Hún segir það ótrúlega svekkjandi að missa af leikjum, bæði með félagsliði sem og landsliði. „Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin Haukar Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
„Ég reif sem sagt ytri liðþófann og þurfti að fara í speglun í framhaldi af því,“ sagði Helena í samtali við Stöð 2. „Ég er bara að vinna mig til baka eftir það og komst mjög fljótt í aðgerð. Ég er bara sjálf með sjúkraþjálfara og lækni sem eru að hjálpa mér og það gengur bara mjög vel.“ Helena segist verða klár í slaginn í lok árs. Hún segir einnig að það sé svekkjandi að geta ekki tekið þátt í leikjum með liði sínu. „Þetta tekur auðvitað bara smá tíma. Ég er aðeins byrjuð að skokka og hjóla og svona en ég finn alveg dagamun á mér og þarf bara að vera áfram dugleg með endurhæfinguna.“ „Sem íþróttamaður er auðvitað bara svekkjandi að missa af leikjum og hvað þá þegar það er Evrópukeppni og landsliðið og allt svoleiðis. En í gegnum ferilinn hef ég verið ótrúlega heppin með meiðsli þannig að kannski var bara kominn tími á að maður þyrfti að taka eitthvað smá á sig.“ „Það er auðvitað mjög leiðinlegt að missa af, en vonandi kem ég bara góð til baka. Ég hlakka til að spila með Haukunum, en ég missi auðvitað af Evrópukeppninni. En það er nóg af leikjum framundan af því að það er búið að fresta miklu út af Evrópukeppninni. Þannig að ég held að janúar sé alveg stútfullur af leikjum hjá okkur.“ „Það tekur auðvitað tíma að koma sér aftur í leikform og svona en ég hlakka bara til að byrja að spila með stelpunum aftur.“ Helena meiddist í lok leiksins sem tryggði Haukum sæti í riðlinum í Evrópukeppninni og ítrekar það hversu svekkjandi það sé að missa af Evrópuleikjum liðsins. „Já, ég náttúrulega slasa mig í lokin á leiknum þar sem við tryggjum okkur áfram. Svo náði ég reyndar að spila tvo leiki en þá var þetta bara orðið það mikið að við þurftum að gera eitthvað í þessu.“ „En það segja það allir sem meiðast að auðvitað er þetta ótrúlega svekkjandi. En það er bara leiðinlegi parturinn við íþróttir að svona gerist, en þá þarf bara að halda áfram og njóta þess þegar kemur að því að spila aftur.“ Helena ætlaði sér fyrst að harka meiðslin af sér og halda áfram. „Við vorum ekki alveg viss þarna fyrst. Ég fór í myndatöku og það sást ekki almennilega hvað var að þannig að ég hvíldi í tvo leiki og var svo farin að spila aftur.“ „Síðan bara stíg ég eitthvað vitlaust í fótinn og hvort sem að ég hafi rifið aftur eða meira þá eða hvað það var þá sást það allavega betur eftir það. Ég var bara rosalega heppin með lækni sem sá þetta á myndinni og það voru ekkert allir sammála um að hann væri rifinn. Svo fór ég í speglun og þá sást það strax.“ Eins og flestir íþróttamenn er getur Helena ekki beðið eftir að komast aftur á völlinn og hefur átt erfitt með að sitja aðgerðarlaus. „Fyrstu tvær vikurnar voru allir að segja mér að ég ætti að hvíla mig. Ég var bara með skipanir um að ég mætti ekki gera neitt.“ „Maðir er líka bara orðin eldri og þarf að vera orðin klár. Þetta er bara einn líkami sem maður hefur og ef ég er að drífa sig þá á maður í hættu á að vera lengur frá. Þannig að ég er að passa mig að fara eftir því sem sjúkraþjálfarinn er að segja og vonandi gengur þetta hraðar en maður sér á pappírum.“ Helena og liðsfélagar hennar í Haukum ætla sér stóra hluti í vetur og stefnan er sett á alla þá titla sem í boði eru. „Já, það er planið. Við erum með frábært lið og góða þjálfara og frábært fólk í kringum liðið og stefnan er sett þangað já,“ sagði Helena að lokum. Viðtalið við Helenu má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Helen Sverris um meiðslin
Haukar Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir ÍA - KR | Vesturbæingar á flugi gegn Skagamönnum í vandræðum Ármann - ÍR | Nýliðarnir geta unnið þriðja leikinn í röð Grindavík - Valur | Toppliðið vill bæta upp fyrir slæmt tap Njarðvík - Álftanes | Bæði lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti