Viðskipti innlent

Fast­eigna­velta dregst saman um þrettán prósent

Eiður Þór Árnason skrifar
Umframeftirspurn hefur mikil áhrif á stöðuna á fasteignamarkaðinn.
Umframeftirspurn hefur mikil áhrif á stöðuna á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm

Fasteignavelta á landsvísu minnkaði um 12,8% í október samhliða fækkun kaupsamninga. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár sem byggir á þinglýstum gögnum.

Kaupsamningum fækkaði um 12,7% frá september og var fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu 1.118 talsins. Var upphæð viðskiptanna um 59,7 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. 

Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 10,7% á milli mánaða og velta minnkaði um 14,1%.Kaupsamningum fjölgaði um 10% á landsvísu í september og jókst velta um 18,3%. Mánuðina á undan var samdráttur í veltu.

Fram kom í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir nóvember að þrátt fyrir nærri 35% samdrátt í fjölda kaupsamninga milli september 2021 og 2020 hafi umsvif verið meiri en á sama tíma á meðalári.

Takmarkað framboð á íbúðum hefur haft áhrif á umsvif á fasteignamarkaði en á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli fækkað hratt. Að sögn hagdeildar HMS hefur framboð af sérbýlum dregist saman um 22,5% milli ára á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni.

Hagdeild HMS sagði í mánaðarskýrslu sinni að umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt.

Samhliða þessu mælist meðalsölutími íbúða 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður.


Tengdar fréttir

Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019

Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019.

Spá því að fólk snúi aftur í verð­tryggð hús­næðis­lán

Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár.

Íbúðaverð heldur áfram að hækka

Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.