Fasteignavelta dregst saman um þrettán prósent Eiður Þór Árnason skrifar 23. nóvember 2021 17:58 Umframeftirspurn hefur mikil áhrif á stöðuna á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Fasteignavelta á landsvísu minnkaði um 12,8% í október samhliða fækkun kaupsamninga. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár sem byggir á þinglýstum gögnum. Kaupsamningum fækkaði um 12,7% frá september og var fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu 1.118 talsins. Var upphæð viðskiptanna um 59,7 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 10,7% á milli mánaða og velta minnkaði um 14,1%.Kaupsamningum fjölgaði um 10% á landsvísu í september og jókst velta um 18,3%. Mánuðina á undan var samdráttur í veltu. Fram kom í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir nóvember að þrátt fyrir nærri 35% samdrátt í fjölda kaupsamninga milli september 2021 og 2020 hafi umsvif verið meiri en á sama tíma á meðalári. Takmarkað framboð á íbúðum hefur haft áhrif á umsvif á fasteignamarkaði en á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli fækkað hratt. Að sögn hagdeildar HMS hefur framboð af sérbýlum dregist saman um 22,5% milli ára á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni. Hagdeild HMS sagði í mánaðarskýrslu sinni að umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. Samhliða þessu mælist meðalsölutími íbúða 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019 Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019. 22. nóvember 2021 16:07 Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Kaupsamningum fækkaði um 12,7% frá september og var fjöldi fasteigna sem gekk kaupum og sölum á landinu öllu 1.118 talsins. Var upphæð viðskiptanna um 59,7 milljarðar króna þegar miðað er við útgáfudagsetningu. Á höfuðborgarsvæðinu fækkaði samningum um 10,7% á milli mánaða og velta minnkaði um 14,1%.Kaupsamningum fjölgaði um 10% á landsvísu í september og jókst velta um 18,3%. Mánuðina á undan var samdráttur í veltu. Fram kom í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) fyrir nóvember að þrátt fyrir nærri 35% samdrátt í fjölda kaupsamninga milli september 2021 og 2020 hafi umsvif verið meiri en á sama tíma á meðalári. Takmarkað framboð á íbúðum hefur haft áhrif á umsvif á fasteignamarkaði en á undanförnum mánuðum hefur íbúðum í fjölbýli fækkað hratt. Að sögn hagdeildar HMS hefur framboð af sérbýlum dregist saman um 22,5% milli ára á höfuðborgarsvæðinu, en 44,7% á landsbyggðinni. Hagdeild HMS sagði í mánaðarskýrslu sinni að umframeftirspurn hafa leitt til þess að fasteignaverð haldi áfram að hækka skarpt. Samhliða þessu mælist meðalsölutími íbúða 38,7 dagar á höfuðborgarsvæðinu og er nálægt því lægsta sem mælst hefur. Tíminn er mældur frá því að auglýsing er birt og þar til samningur er undirritaður.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019 Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019. 22. nóvember 2021 16:07 Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35 Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04 Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07 Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ásókn í breytilega vexti hefur ekki verið minni síðan í byrjun árs 2019 Í október voru 85 prósent nýrra íbúðalána til heimila með föstum vöxtum en einungis 15 prósent með breytilegum vöxtum. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands um útlán í bankakerfinu. Veiting íbúðalána með breytilegum vöxtum hefur ekki verið minni frá því í janúar 2019. 22. nóvember 2021 16:07
Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. 19. nóvember 2021 16:35
Mikil eftirspurn eftir íbúðum í september og fleiri íbúðir seljast á yfirverði Umsvif á fasteignamarkaði jukust lítillega í september eftir minnkun síðustu mánuði. Enn hefur dregið úr fjölda íbúða sem auglýstar eru til sölu og þá er meðalsölutími íbúða með því lægsta sem mælst hefur. 11. nóvember 2021 09:04
Íbúðaverð heldur áfram að hækka Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að meðaltali um 1,2% milli ágúst og september. Fjölbýli hækkaði um 1,2% og sérbýli um 1,3%. Vegin árshækkun mælist nú 16,4% og hækkar um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði. Íbúðasala var minni en á fyrri mánuðum árs. 22. október 2021 10:07