Spá því að fólk snúi aftur í verðtryggð húsnæðislán Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 16:35 Mikil hreyfing hefur verið á húsnæðismarkaði síðasta eina og hálfa árið. Vísir/Vilhelm Árshækkun húsnæðis hefur ekki mælst meiri frá því í október 2017 og er raunverð húsnæðis nú í sögulegum hæðum. Húsnæðisverð hefur því hækkað um 4,3% síðustu þrjá mánuði og um 17,1% undanfarna tólf mánuði, samkvæmt nýjum tölum Þjóðskrár. Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Áframhaldandi vaxtahækkanir Seðlabankans gætu haft töluverð áhrif á fjárhag heimila með óverðtryggð íbúðalán og geta áhrifin á greiðslubyrði auðveldlega numið tugum þúsunda. Hafa hækkanirnar mest að segja fyrir fólk sem hefur gengið langt í skuldsetningu. Breytilegir vextir náðu lágmarki í byrjun þessa árs þegar vextir íbúðalána bankanna að meðaltali 3,4%. Í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ er nefnt dæmi um 50 milljóna króna jafngreiðslulán sem var með um 190 þúsund króna greiðslubyrði í upphafi árs. Í dag eru breytilegir vextir í kringum 3,7% og greiðslubyrði lánsins hefur því hækkað um níu þúsund krónur á mánuði. Hefði stýrivaxtahækkun Seðlabankans að öllu leyti miðlast í vexti væru þeir 4,15% og greiðslubyrðin hækkað um 22 þúsund á mánuði. Stýrivextir voru hækkaðir í 2% á miðvikudag en þeir voru 0,75% á í byrjun árs. „Fari stýrivextir áfram hækkandi er ljóst að áhrif vaxtahækkana geta verið veruleg á heimili. Breytilegir óverðtryggðir vextir voru um 6% fyrir heimsfaraldur og gæti greiðslubyrði ofangreinds láns hækkað um rúmlega 80 þúsund krónur á mánuði þróist vextir í átt að fyrra vaxtastigi,“ segir í mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar ASÍ. Hærra húsnæðisverð vegi upp á móti lægri vöxtum Vaxtastig er í dag lægra en fyrir heimsfaraldur, en á móti hefur húsnæðisverð farið hækkandi. Verð á 90 fermetra íbúð í Reykjavík er í dag að jafnaði um 55,4 milljónir og ef skoðuð er greiðslubyrði af láni sem notað væri til kaupa, með 20% eigið fé, væri mánaðarleg greiðslubyrði í dag 176 þúsund krónur. Ef farið væri aftur til ársins 2017, kostar sambærileg íbúð 40,5 milljónir og greiðslubyrði af láni einnig um 176 þúsund krónur á mánuði af um 12 milljóna lægra láni. Greiðslubyrði fyrstu kaupenda er í dag að raungildi um 12% lægri en árið 2017, samkvæmt greiningu ASÍ. Í mánaðaryfirlitinu segir að áframhaldandi hækkun vaxta muni þrengja verulega að fyrstu kaupendum með aukinni greiðslubyrði á næstu misserum ef spár um þróun fasteignaverðs og vaxta gangi eftir. Kaupendur þyrftu þá að koma inn á markað með sögulega háu raunverði og vaxandi fjármögnunarkostnaði. Líklegt sé að ásókn heimila í verðtryggð lán muni aukast í kjölfarið.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira