Á meðal þeirra sem við þjónum Ása Laufey Sæmundsdóttir, Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Hreinn Hákonarson, Kristín Pálsdóttir, Sigrún Margrétar Óskarsdóttir og Toshiki Toma skrifa 28. nóvember 2021 08:01 Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Öll viljum við láta gott af okkur leiða í lífinu. Á Covid-tímum höfum við sérstaklega verið minnt á hversu samskipti og samvera með samstarfsfólki, vinum og vinkonum og ekki síst þeim sem okkur þykir vænst um er mikilvæg. Við höfum þörf fyrir stuðning úr okkar nánasta umhverfi sem nærir okkur andlega og gefur okkur þá orku sem við þurfum á að halda til að takast á við öll þau fjölbreyttu verkefni sem við stöndum frammi fyrir á degi hverjum. Verkefni sem geta bæði verið krefjandi og erfið en einnig fært okkur gleði og innihald í líf okkar. Covid hefur sett okkur skorður í samskiptum og sum okkar hafa þurft að passa sig betur en önnur af ýmsum ástæðum. Um leið höfum við einnig séð að fólk hefur fundið sér nýjar leiðir til að vera saman þó ekkert komi í stað þess að geta hist augliti til auglitis í eigin persónu. Aðventan og jólin hafa verið sá tími þar sem við gerum okkur dagamun og hlúum að okkur sjálfum og öðrum með því að hittast og hugsanlega fara á tónleika eða á jólahlaðborð. Allt er þetta með öðru sniði nú en áður. Við sem störfum í sérþjónustu kirkjunnar finnum hvernig sá hópur fólks sem við sinnum hefur þurft að takast á við gríðarlegar áskoranir. Störf okkar eru meðal innflytjenda, flóttafólks og hælisleitenda, fatlaðra og fólks með þroskahömlun, á vettvangi sjúkrahúss- og fangaþjónustu sem og þeirra sem tilheyra menningarsamfélagi heyrnarlausra. Við erum ekki staðsett í ákveðnum kirkjubyggingum heldur erum á meðal þeirra sem við þjónum. Hlutverk okkar er að veita sálgæslu sem felur m.a. í sér stuðning og samfylgd á forsendum þeirra sem þjónustuna þiggja. Stuðningurinn er oft í formi samtala bæði við einstaklinga og fjölskyldur þar sem tekist er á við margs kyns vanda og andlegan, trúarlegan, tilvistarlegan og félagslegan sársauka. Í slíkum aðstæðum verða tilvistarlegu spurningarnar og vangavelturnar ágengari en ella þar sem spurt er hver tilgangurinn sé með þessu öllu saman og hvers vegna aðstæðurnar séu með þeim hætti sem raun ber vitni. Að takast á við veikindi, að vera innilokuð í fangelsi eða að finna sig vegna fötlunar og annarra hamlandi aðstæðna vera utangarðs í okkar samfélagi er gífurleg áskorun sem á Covid-tímum hefur síst orðið auðveldari. Við undirrituð sérþjónustuprestar viljum minna okkur öll á þennan hóp fólks sem þjónusta okkar tekur til. Við teljum það afar mikilvægt að við sem samfélag stöndum vörð um sálgæsluþjónustu á heilbrigðisstofnunum, fangelsum, meðal fatlaðra og fólks með þroskahömlun, heyrnarlausra og þeirra sem hingað koma í leit að betra lífi. Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjendaGuðlaug Helga Ásgeirsdóttir, sjúkrahúspresturGuðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðraHreinn Hákonarson, sérþjónustuprestur á samskiptasviði BiskupsstofuKristín Pálsdóttir, prestur heyrnarlausraSigrúnar Margrétar Óskarsdóttir, fangapresturToshiki Toma, prestur innflytjenda
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun