Segir að bæjarfulltrúar á Akureyri hafi beðið Þór um að hætta með handbolta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2021 09:00 Þór er í 4. sæti Grill 66 deildar karla. akureyri.net/skapti hallgrímsson Bæjarfulltrúar á Akureyri hafa beðið hæstráðendur hjá Þór að hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. „Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum. Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að bæjarfulltrúar hafa komið að máli við hæstráðendur hjá Þór og hreinlega beðið þá um að leggja niður handbolta, hætta með handbolta vegna aðstöðuleysis. Gert grín að ráðningu þjálfara handknattleiksdeildarinnar opinberlega. Hef ég heyrt margt skrautlegt um ævina en þetta fer á toppinn.“ Þetta segir Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í pistli á Akureyri.net, þar sem hann fjallar hann um aðstöðuleysi Þórs. Árni segir að handboltaiðkendur hjá Þór þurfi að flakka á milli Íþróttahallarinnar á Akureyri, sem er oft upptekin, og íþróttahússins við Síðuskóla sem er með óviðunandi aðstöðu fyrir áhorfendur. „Starf handknattleiksdeildar Þórs er tætingslegt, deildin hefur engan samastað sem tengir iðkendur við félagið, yngri flokkarnir æfa í Síðuskóla og meistaraflokkur í höllinni en þeir skottast svo í Síðuskóla þegar höllin er upptekin. Þannig að handknattleiksiðkandi hjá Þór getur æft handbolta í 15 ár án þess að „þurfa“ að koma í Hamar, félagsheimili og hjarta Þórs,“ segir Árni í pistlinum. Búist er við því að handknattleiksdeild Þórs muni stækka á næstu árum.akureyri.net/skapti hallgrímsson Hann segir að það bráðvanti íþróttahús á félagssvæði Þórs og bæjaryfirvöld þurfi að taka þá staðreynd alvarlega. Árni segir jafnframt að tilkoma nýs íþróttahúss á félagssvæði Þórs myndi leysa allan vanda boltaíþrótta að vetrarlagi og það sé kominn tími til að taka til hendinni, hugsa stórt og byggja íþróttahús sem muni standast tímans tönn. Viðbúið sé að handboltaiðkendum hjá Þór muni fjölga mikið á næstu árum í samræmi við uppbyggingu íbúðahverfa í þorpinu og þörfin fyrir betri aðstöðu aukist við það. Pistil Árna má lesa með því að smella hér. Aðstöðumál íþróttafélaga á Akureyri hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. Til að mynda hafa bæði þjálfarar karlaliða KA í fót- og handbolta sent bæjaryfirvöldum tóninn fyrir að draga lappirnar í uppbyggingu aðstöðu á svæði félagsins. Jónatan Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handbolta, skrifaði á dögunum pistil á Facebook-síðu sína en fyrirsögn hans var einfaldlega: „Metnaðarleysi.“ „Hér virðist bæjarstjórn og ráðamenn skammast sín fyrir að byggja upp til íþrótta, telja það óþarfa kostnað en ekki fjárfestingu til framtíðar í öflugu íþróttastarfi og heilbrigðu líferni. Bærinn er gjörsamlega metnaðarlaus þegar kemur að því að skara framúr,“ skrifaði Jónatan meðal annars í pistli sínum.
Þór Akureyri Akureyri Íslenski handboltinn Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira