Fyrir leikinn var Stuttgart í 17. sætinu með fjögur stig eftir tíu leiki en Fusche Berlin í öðru sætinu með sautján stig eftir ellefu leiki.
Stuttgart byrjaði leikinn mun betur og náðu allt að fimm marka forystu í fyrri hálfleik, 11-6. Berlínarbúar náðu þó að klóra í bakkann og koma í veg fyrir að forystan myndi aukast meira. Þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 16-12 Stuttgart í vil.
Í síðari hálfleik voru leikmenn Fusche Berlin mun sterkari og tókst að endingu að komast yfir, 29-30. Lokamínúturnar voru síðan æsispennandi og leiknum lauk með jafntefli, 32-32, sem bæði liðin eru væntanlega svekkt með.
Viggó Kristjánsson var markahæstur hjá Stuttgart og skoraði sjö mörk og Andri Már skoraði eitt. Hans Lindbergh var markahæstur hjá Fusche Berlin með níu mörk.