Skoðun

Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson

Jakob Bragi Hannesson skrifar

Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember (1807-1845).

Jónas Hallgrímsson er sá Íslendingur, sem lagt hefur þyngstu lóðin á vogarskálina til eflingar íslenskunnar. Jónas var orðhagur með afbrigðum og nýyrði hans eru lýsandi, gegnsæ og myndhverf. Mörg orða hans notum við hugsunarlaust án þess að velta þeim mikið fyrir okkur. Um 200 orð er hægt að eigna Jónasi örugglega en auk þess er fjöldi orða sem hann er talinn hafa samið en er þó ekki hægt að eigna honum með 100% vissu. Ég náði að safna saman 127 nýyrða Jónasar. „Njótið vel:“

Aðdráttarafl, almyrkvi, tunglmyrkvi, fallhraði, líkindareikningur, geislabaugur, himingeimur, hornalína, hringbraut, knattborð, ljósvaki, ljósgjafi, lýsingarorð, rafmagn, miðflóttaafl, sjónarsvið, sjónauki, sólmiðja, sólbaugur, staðvindur, stjörnubjartur, stjörnuspá, stjörnuþoka, svarthol, sporbaugur, snúningshraði, hafflötur, meltingarfæri, dýrafræði, efnafræði, fuglafræði, jarðfræði, landafræði, ljósfræði, ljóshraði, veðurfræði, hryggdýr, spendýr, liðdýr, lindýr, brandugla, fýll, haförn, landsvala, mörgæs, páfagaukur, vepja, skjaldbaka, skötuselur, hagamús, sælilja, berjalaut, fífilbrekka, brekkusóley, heiðardalur, kerfjall, kerhóll, landskiki, silungaá, uppsprettulind, austankul, álandsvindur, staðvindur, fannburður, kvöldbjarmi, ljósbjarmi, næturkyrrð, veðurbreyting, sjávarhæð, einstaklingur, frelsishetja, smekkmaður, skipstjóri, þrekmenni, dauðleiður, fluggáfaður, kolmórauður, laukréttur, rennisléttur, sárþreyttur, þrælsterkur, fjaðurmagnaður, gulbröndóttur, kankvís, klógulur, upplitsdjarfur, fábrotinn, fjölbreytni, fagurtær, spegilskyggndur, lögbundinn, sjóveikur, slyppifengur, sviphreinn, þjóðkjörinn, þverbeinn, lambasteik, lífsnautn, vinahópur, sveitasæla, þjóðareign, undirgöng, baksund, bringusund, sundkennsla, sundtak, vinkaup, sálarylur, hrímhvítur, sumarvegur, framsókn, fyrirkomulag, stuttbuxur, æðakerfi, munaðarleysingi, háðskur, eldsumbrot, skeiðfrár, ástfagur, brosfögur, hárfagur, vonarstjarna, vegstjarna, blástjarna, guðstjarna. byggðabýli, fagurleiftrandi.

Höfundur er framhaldsskólakennari.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Ógn og öryggi í Vestur­bæ

Halla Helgadóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Ásdís Hlökk Theodórsdóttir,Auður Karítas Ásgeirsdóttir skrifar

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.