Skoðun

Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson

Jakob Bragi Hannesson skrifar

Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember (1807-1845).

Jónas Hallgrímsson er sá Íslendingur, sem lagt hefur þyngstu lóðin á vogarskálina til eflingar íslenskunnar. Jónas var orðhagur með afbrigðum og nýyrði hans eru lýsandi, gegnsæ og myndhverf. Mörg orða hans notum við hugsunarlaust án þess að velta þeim mikið fyrir okkur. Um 200 orð er hægt að eigna Jónasi örugglega en auk þess er fjöldi orða sem hann er talinn hafa samið en er þó ekki hægt að eigna honum með 100% vissu. Ég náði að safna saman 127 nýyrða Jónasar. „Njótið vel:“

Aðdráttarafl, almyrkvi, tunglmyrkvi, fallhraði, líkindareikningur, geislabaugur, himingeimur, hornalína, hringbraut, knattborð, ljósvaki, ljósgjafi, lýsingarorð, rafmagn, miðflóttaafl, sjónarsvið, sjónauki, sólmiðja, sólbaugur, staðvindur, stjörnubjartur, stjörnuspá, stjörnuþoka, svarthol, sporbaugur, snúningshraði, hafflötur, meltingarfæri, dýrafræði, efnafræði, fuglafræði, jarðfræði, landafræði, ljósfræði, ljóshraði, veðurfræði, hryggdýr, spendýr, liðdýr, lindýr, brandugla, fýll, haförn, landsvala, mörgæs, páfagaukur, vepja, skjaldbaka, skötuselur, hagamús, sælilja, berjalaut, fífilbrekka, brekkusóley, heiðardalur, kerfjall, kerhóll, landskiki, silungaá, uppsprettulind, austankul, álandsvindur, staðvindur, fannburður, kvöldbjarmi, ljósbjarmi, næturkyrrð, veðurbreyting, sjávarhæð, einstaklingur, frelsishetja, smekkmaður, skipstjóri, þrekmenni, dauðleiður, fluggáfaður, kolmórauður, laukréttur, rennisléttur, sárþreyttur, þrælsterkur, fjaðurmagnaður, gulbröndóttur, kankvís, klógulur, upplitsdjarfur, fábrotinn, fjölbreytni, fagurtær, spegilskyggndur, lögbundinn, sjóveikur, slyppifengur, sviphreinn, þjóðkjörinn, þverbeinn, lambasteik, lífsnautn, vinahópur, sveitasæla, þjóðareign, undirgöng, baksund, bringusund, sundkennsla, sundtak, vinkaup, sálarylur, hrímhvítur, sumarvegur, framsókn, fyrirkomulag, stuttbuxur, æðakerfi, munaðarleysingi, háðskur, eldsumbrot, skeiðfrár, ástfagur, brosfögur, hárfagur, vonarstjarna, vegstjarna, blástjarna, guðstjarna. byggðabýli, fagurleiftrandi.

Höfundur er framhaldsskólakennari.




Skoðun

Skoðun

Konur hlusta á konur og karla, karlar hlusta á karla

Ásta Björg Björgvinsdóttir,Elíza Geirsdóttir Newman,Helga Ragnarsdóttir,Katla Vigdís Vernharðsdóttir,Lára Rúnarsdóttir,Lilja Sól Helgadóttir,Sóley Stefánsdóttir,Steinunn Camilla Stones skrifar

Skoðun

Enginn á að vera hryggur um jólin

Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar

Sjá meira


×