Fleiri hjúkrunarfræðingar, fleiri rúm Kristján Ingimarsson skrifar 14. nóvember 2021 07:03 Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum um 200. Gerum það.Þetta er skýrt markmið sem heilbrigðisyfirvöld ættu að setja sér að ná og það þarf ekki að vera ýkja flókið að ná þessu markmiði. Grunnforsendurnar til að ná því eru að borga hjúkrunarfræðingum hærri laun og bæta aðgengi að námi í hjúkrunarfræði. Samkvæmt framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum vantar um 200 hjúkrunarfræðinga til starfa og skortur á hjúkrunarfræðingum veldur því að ekki er hægt að fjölga hjúkrunarrýmum.Árið 2009 voru 900 legurými á landspítalanum en nú eru þau rúmlega 600. Á sama tíma hefur Íslendingum fjölgað og þörfin fyrir fleiri rúm hefur aukist. Nú er verið að byggja við Landspítalann og gert er ráð fyrir því að þegar búið er að taka viðbygginginguna í notkun verði spítalinn með færri legurými en eru í dag.Hvernig það á að verða til bóta er erfitt að sjá. Þessi skortur á legurýmum kemur illa niður á bráðamóttökunni þar sem fólk er að kikna undan álagi og deildin situr uppi með sjúklnga sem ættu að vera annarsstaðar. Þegar búið er að greina fólk á bráðamóttökunni þá þarf það að komast eitthvað annað, mögulega heim til sín eða leggjast inn á viðeigandi deild þar sem sjúklingar fá viðeigandi þjónustu. Bráðamóttakan hefur 36 pláss og oft á tíðum er hún full af sjúklingum sem ættu að vera á viðeigandi legudeild en ekki bráðamóttöku. Staðan er oft þannig að kannski 1 – 2 rúm eru laus á bráðamóttökunni í upphafi dags en um 80 manns koma á bráðamóttökuna á degi hverjum. Plássleysið er þannig að starfsfólk getur varla snúið sér við án þess að reka sig í sjúkling afleiðingin er sú að mikill þrýstingur á að útskrifa fólk til þess að losa um pláss. Þetta býr til aukið álag, aukna hættu á mistökum og aukið óöryggi til viðbótar við það sem nú þegar er til staðar. Til þess að hægt sé að fjölga legurýmum þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum. Það er hægt að gera með því að semja við þá um betri laun og gera ráðstafanir til að útskrifa fleiri húkrunarfræðinga. Í stað þess að hafa takmarkanir og kvóta inn í hjúkrunarmenntun þarf að auðvelda aðgengi að hjúkrunarmenntun. Þegar það liggur svona ljóst fyrir og oft hefur verið bent á að það þarf að fjölga hjúkrunarfræðingum, þá leitar sú spurning á fólk: Af hverju er það ekki gert? Fjölgum hjúkrunarfræðingum. Höfundur er fiskeldisfræðingur og situr í heimastjórn Djúpavogs.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar