Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu og liðin héldust í hendur nánast allan leikinn. Liðin skiptust á að skora og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 13-13.
Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik og erfiðlega gekk að skilja liðin að. Það var ekki fyrr en að rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að heimamenn í Dunkerque náði þriggja marka forystu, og það reyndist of brött brekka fyrir Elvar og félaga.
Lokatölur urðu 24-23, heimamönnum í vil, en elvar skoraði fjögur mörk fyrir Nancy. Elvar og félagar sitja enn í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki, tveimur stigum á eftir andstæðingum kvöldsins.