Golf

Rory McIlroy vann síðasta mót en rak samt þjálfarann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas.
Rory McIlroy með bikarinn sem hann vann í Las Vegas. AP/David Becker

Kylfingurinn vinsæli Rory McIlroy hefur ákveðið að skipta út sveiflu-gúrúrnum Pete Cowen sem tók við þjálfun hans fyrir aðeins sex mánuðum.

McIlroy vann langþráðan sigur í CJ bikarnum í Las Vegas á dögunum en það dugði ekki svo að Cowen héldi starfinu. Rory vann tvö mót undir stjórn Cowen.

Norður-írski kylfingurinn hefur hins vegar ákveðið að snúa aftur til æskuþjálfara síns Michael Bannon. Hann staðfesti fréttirnar í viðtali við Golfweek.

Það er talið að slæmt gengi McIlroy í Ryder-bikarnum hafi haft mest um það að segja að hann skiptir um þjálfara.

„Já, ég og Michael erum farnir að vinna aftur saman. Ég hef alltaf verið í sambandi við Pete og ég mun biðja hann um ráð ef ég til mig þurfa á því að halda. Núna er þetta samt bara Michael og ég,“ sagði Rory McIlroy við Golfweek.

Michael Bannon byrjaði að þjálfa McIlroy þegar Rory var aðeins átta ára gamall en hann er nú orðinn 32 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×