Viðskipti innlent

Hagnaður Kviku banka sjöfaldaðist

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka.
Marinó Örn Tryggvason er forstjóri Kviku banka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Hagnaður kviku banka sjöfaldaðist á fyrstu 9 mánuðum þessa árs. Fyrir skatta nemur hagnaður bankans tæpum 8 milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist Kvika um 1,3 milljarða á sama tíma í fyrra.

Hreinar vaxtatekjur námu 1,2 milljörðum króna og hreinar þóknanatekjur námu 1,6 milljörðum. Heildareignir bankans eru nú metnar á 234 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjórðungsuppgjöri Kviku banka.

Hreinar fjármagnstekjur hafa rúmlega tífaldast frá því í fyrra og námu þær 1,6 milljörðum á þessu ári, en 130 milljónum í fyrra. 

Eigið fé samstæðunnar hefur aukist töluvert eftir samruna Kviku, Lykils og Tryggingamiðstöðvarinnar. Í lok septembermánaðar var eigið fé bankans 76 milljarðar, samanborið við 19 milljarða króna í lok ársins 2020.

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, segir reksturinn ganga mjög vel.

 „Kvika er fjárhagslega sterkt með dreifðar tekjustoðir. Þrátt fyrir stærð félagsins eru vaxtatækifæri enn mikil, sem dæmi er markaðshlutdeild í bankaviðskiptum einstaklinga lítil.“


Tengdar fréttir

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða

Íslandsbanki hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi og hefur afkoma bankans ekki verið betri í fimm ár. Til samanburðar hagnaðist Íslandsbanki um 3,4 milljarða á sama tíma í fyrra.

Arion banki hagnaðist um 8,2 milljarða króna

Arion banki hagnaðist um 8.238 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi og var arðsemi eiginfjár 17,0% á fjórðungnum samanborið við 8,3% á sama tímabili í fyrra.

Landsbankinn hagnast um 14,1 milljarð króna

Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og var afkoma bankans jákvæð um 14,1 milljarð króna á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar var 3,3 milljarða króna tap á sama tímabili árið 2020.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×