Kíkt í klefann hjá Val: Hvernig á að stöðva Ragnheiði og rjómaterta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 15:00 Ágúst Jóhannsson fer yfir málin með leikmönnum Vals. stöð 2 sport Seinni bylgjan fékk kíkja inn í búningsklefa Valskvenna þegar þær mættu Framkonum í stórleik 6. umferðar Olís-deildar kvenna á laugardaginn. Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Valur vann leikinn með eins marks mun, 24-25, og er með fullt hús stiga á toppi Olís-deildarinnar. Seinni bylgjan fékk aðeins að skyggnast bak við tjöldin hjá Val fyrir leik, eftir leik og í hálfleik á laugardaginn. Afraksturinn var sýndur í þættinum í gær. Í hálfleik lagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, sérstaka áherslu á að hans leikmenn væru duglegir að hlaupa til baka og stöðva hraðaupphlaup Fram, kannski þeirra sterkasta vopn. Og hann fór svo yfir hvernig ætti að stöðva Ragnheiði Júlíusdóttur, helstu skyttu Framliðsins. „Fara áfram í Ragnheiði, taka fast á henni, mæta henni og komast í skrokkinn á henni. Klárar á því. Við ætlum ekki að láta hana skjóta á mjöðmina á okkur. Standiði ennþá ýktar á hana ef hún skýtur á mjöðmina. Þá getur hún ekki hitt markið, það fer það langt framhjá. Standiði og látið hana koma í þessa átt,“ sagði Ágúst sem hvatti svo Valsliðið til að keyra áfram grimmt á Framliðið. Klippa: Seinni bylgjan - Í klefanum hjá Val Eftir leikinn sagði Ágúst Valskonum að njóta sigursins en varaði þær jafnframt við því að fara of hátt því framundan væri erfiður leikur gegn ÍBV á miðvikudaginn. „Það er gott að njóta sigursins í kvöld, og geriði það, en svo þurfum við að núllstilla og undirbúa okkur svo við fáum ekki rjómatertu í andlitið á miðvikudaginn, halda að við séum orðnar það góðar,“ sagði Ágúst. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31 „Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47 Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. 9. nóvember 2021 11:31
„Þetta gerist ekki betra“ Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig. 6. nóvember 2021 18:47
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 24-25 | Valur á toppinn Valur tyllti sér á topp Olís-deildar kvenna með eins marks sigri á Fram, 24-25, í Safamýrinni í dag. Valskonur eru með fullt hús stiga. 6. nóvember 2021 18:44