Handbolti

„Þetta gerist ekki betra“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Saga Sif Gísladóttir (önnur frá vinstri) fagnar með samherjum sínum eftir sigurinn á Fram.
Saga Sif Gísladóttir (önnur frá vinstri) fagnar með samherjum sínum eftir sigurinn á Fram. vísir/elín björg

Saga Sif Gísladóttir átti frábæra innkomu í mark Vals þegar liðið vann Fram, 24-25, í dag. Hún tók stöðu Söru Sifjar Helgadóttur í hálfleik og varði tíu skot, eða helming þeirra skota sem hún fékk á sig.

„Þetta gerist ekki betra. Þetta var jafn leikur allan tímann. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir,“ sagði Saga eftir leik.

Hún segir að þær Sara myndi gott markvarðateymi.

„Ég er svo ánægð með þetta teymi. Svona á þetta að vera. Það er draumastaða fyrir öll lið að vera með tvo góða markverði og geta skipt svona. Þetta er frábært fyrir okkur og geggjað fyrir liðið,“ sagði Saga.

En hver var lykilinn að sigrinum í dag?

„Ég myndi segja að það væri vörnin. Hún var frábær bæði í fyrri og seinni hálfleik. Svo bara krafturinn og stemmningin. Það var allt með okkur og þetta var ótrúlega gaman,“ svaraði Saga.

Framkonur eru þekktar fyrir að spila mjög hraðan leik en Valskonur gáfu þeim ekkert eftir í þeim efnum.

„Við hlaupum alltaf rosalega mikið. Við keyrðum á þetta og hlupum með þeim,“ sagði Saga.

Valskonur hafa byrjað tímabilið gríðarlega vel og unnið fyrstu fimm leiki sína í Olís-deildinni.

„Þetta gerist ekki betra. Svona á þetta að vera,“ sagði Saga að lokum.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×