Opin spurning til ríkisstjórnarinnar: „Hafið þið hugleitt það að byggja barnafangelsi?“ Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 9. nóvember 2021 07:31 Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Réttindi barna Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hvað þarf til þess að þið vaknið kæra fólk? Þarf barn að láta lífið í skólakerfinu til þess að þið skiljið alvarleikann? Ykkur finnst kannski fjarstæða að slíkt gæti gerst á litla Íslandi, en hér fjallar ABC fréttastofan um nokkur tilfelli þar sem börn létu lífið eftir að vera þvinguð í gólfið af starfsmönnum skóla. Í gærkveldi kom íslensk móðir fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 og greindi frá því að barnið hennar hefði lent í nákvæmlega svona taki hjá starfsmanni í Gerðaskóla. Þessi móðir kærði viðkomandi starfsmann til lögreglu, en nú tæpu ári síðar er málið enn í rannsókn og starfsmaðurinn enn við vinnu! Frá því í vor hefur verið vakin talsverð athygli á vanrækslu barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi. Í ágúst hélt ÖBÍ blaðamannafund þar sem tilkynnt var um yfirvofandi málsókn vegna slíkrar vanrækslu. Í október bárust fréttir af því að Umboðsmaður Alþingis hefði óskað eftir upplýsingum um vistun nemenda í sérstökum rýmum. Hann bendir á að það þurfi lagaheimild til að svipta barn frelsi, að málið sé tekið alvarlega og að hann telji þörf á að bregðast við. Í byrjun mánaðarins bárust fréttir af því að starfsmenn skóla á höfuðborgarsvæðinu hefðu verið kærðir til lögreglu í kjölfar þess að hafa læst 8 ára gamalt barn eitt inni í herbergi í 25 mínútur. Á sama tíma sitjið þið, æðsta framkvæmdarvald landsins og horfið þögul á. Eins og málið sé ykkur algjörlega óviðkomandi. Má skilja það sem svo að þið séuð hlynnt því að börn séu tekin fangataki og læst ein inni í herbergjum? Hvað á að gera gætu einhverjir sagt? Því mörg málanna eru sannarlega alvarleg eins og við sáum í fréttum í gær þegar nemandi í Valhúsaskóla otaði hníf úr matsal skólans að öðrum nemanda. Hefði ekki verið best að loka þennan nemenda inni? NEI, því þá gerum við hann enn reiðari, aukum enn frekar vantraust á starfsfólki, samfélaginu, lífinu…það væri þjarmað að honum þannig að hann tæki mjög líklega enn beittari hníf næst þegar hann lætur til skarar skríða, og það er nú ekki það sem samfélagið vill. Hvað þá? Væri kannski ráð að byggja barnafangelsi þannig að svona nemendur geti ekki náð í beittasta hnífinn næst? Þannig að það verði ekkert „næst“? Sameina alla þessa fangaklefa sem virðast vera að spretta upp í mörgum skólum undir eitt og sama þakið? Loka bara litlu skæruliðana inni þar til þeir fullorðnast og komast inn á Hraunið? „School to prison pipeline“ eins og vinir okkar vestan hafs orða það? Eða væri kannski leið að grípa inn í áður en hlutirnir þróast á þennan veg? Barn mætir nefnilega ekki í fyrsta bekk og byrjar að ógna samnemendum eða ráðast á kennara. Eitthvað mikið hefur gengið á áður en það gerist. Hvernig væri að bregðast við um leið og við verðum þess vör í stað þess að foreldrar þurfi að berjast við kerfið og úrelt viðhorf og fá svo skömm fyrir lélegt uppeldi þegar ofbeldi meðal ungmenna eykst? Hvernig væri að hafa fagaðila í skólum til þess að takast á við svona uppákomur? Þið og forverar ykkar hafið unnið í því síðustu ár að láta rannsaka aðbúnað barna og fatlaðra einstaklinga á vistheimilum síðustu aldar. Þið settuð á lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum fyrir fötluð börn. En á sama tíma hafið þið umbylt menntakerfinu með skóla án aðgreiningar og þar með skellt fötluðum börnum og öðrum börnum með sérþarfir í hendurnar á starfsfólki sem hvorki hefur reynslu né þekkingu til þess að takast á við vanda þessara barna! Svo heyrið þið ekki ákallið þegar sýður upp úr! Þið hreinsið upp „skítinn“ á einum stað en á sama tíma leyfið þið honum að safnast upp á öðrum stað! Er það kannski einhver sér íslensk leið? Brjóta á fólki og setja svo rannsóknarnefnd af stað og greiða sanngirnisbætur? Munum við í framtíðinni fá að sjá nefnd til þess að rannsaka aðstæður og aðbúnað barna með sérþarfir í íslensku skólakerfi? Ég óska hér opinberlega eftir því að þið, ráðherrarnir okkar, æðsta framkvæmdarvaldið okkar, tjáið ykkur um þessi mál og beitið ykkur fyrir því að ástandið lagist. Þetta er óboðlegt fyrir alla! Höfundur er stofnandi grasrótarhópsins Sagan okkar, sem berst fyrir réttindum barna með sérþarfir.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun