„Tímamót og gleðidagur“ eftir tuttugu mánaða bann Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2021 13:16 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Tuttugu mánaða ferðabanni til Bandaríkjanna, sem komið var á vegna kórónuveirufaraldursins, var aflétt í nótt. Forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa gríðarlega þýðingu fyrir félagið, sem nú sé komið í gang að fullu eftir faraldur. Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Bannið hefur verið í gildi frá því snemma árs 2020 og var sett í valdatíð Donalds Trump fyrrverandi forseta. Bannið náði til yfir 30 ríkja, meðal annars Bretlands, Kína og Evrópusambandsríkja. Afléttingin tók gildi á miðnætti að staðartíma í Bandaríkjunum en ferðamenn, sem hafa verið fullbólusettir með bóluefnum sem samþykkt eru af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, geta þar með ferðast til Bandaríkjanna. Auk bólusetningarvottorðs þarf að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku fyrir brottför. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir afléttinguna hafa mikla þýðingu fyrir félagið. „Mjög mikil tímamót og mikill gleðidagur hjá okkur eftir að þessi markaður hafði verið lokaður í þessa átt núna í eitt og hálft ár. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá alla markaði opna og allt leiðakerfi þá í gang. Okkar viðskiptalíkan er þá komið í gang að fullu, má segja,“ segir Bogi. Þó að Íslendingar hafi ekki fengið að fara til Bandaríkjanna hefur Icelandair flogið bandarískum ferðamönnum til og frá landinu á tímabilinu. Bogi segir að Íslendingar, sem og evrópskir meginlandsbúar, hafi nú tekið verulega við sér í bókunum til Bandaríkjanna síðan tilkynnt var að banninu yrði aflétt. Hann bendir jafnframt á að um fimmtíu prósent farþega fyrir faraldur hafi verið tengifarþegar frá Evrópu til Bandaríkjanna. „En með því að Evrópubúar og við Íslendingar getum farið til Bandaríkjanna styrkist þetta enn frekar og við verðum með ellefu áfangastaði í Norður-Ameríku núna á fjórða ársfjórðungi og höldum svo áfram að bæta í þegar fer að líða á næsta ár.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Ferðalög Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira