Vinnan heldur áfram Drífa Snædal skrifar 5. nóvember 2021 13:00 Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Afsögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur úr embætti formanns Eflingar kom mér eins og flestum öðrum á óvart. Sólveig Anna kom með krafti inn í verkalýðshreyfinguna. Hún var og er ötul baráttukona fyrir lægst launuðu hópa samfélagsins og átti ríkan þátt í að setja þeirra málefni á dagskrá síðustu kjarasamninga. Þeir samningar voru góðir fyrir samfélagið og sama má segja um kjarasamninga sem Efling gerði við Reykjavíkurborg og fleiri og kostuðu umtalsverð átök. Undir forystu Sólveigar Önnu gerði Efling einnig skurk í málefnum erlendra félagsmanna, sem var löngu tímabært. Í þessum verkefnum hefur Efling vaxið og mætt betur þörfum síns félagsfólks. Þegar miðstjórn ASÍ afgreiddi afsögn Sólveigar Önnu sem 2. varaforseta Alþýðusambandsins og fulltrúa í miðstjórn var henni þökkuð samfylgdin og barátta hennar og störf í þágu hreyfingarinnar. Það er ekkert nýtt að gusti innan verkalýðshreyfingarinnar. Saga Alþýðusambands Íslands og saga einstakra stéttarfélaga er uppfull af átökum, enda samanstendur hreyfingin af fólki sem vill hafa áhrif á sitt samfélag, fólki sem vill sjá breytingar til hins betra. En sagan er líka full af samtakamætti og slagkrafti sem hefur undirbyggt þau lífsgæði sem einkenna samfélagið á Íslandi. Viðburðir vikunnar hafa varpað ljósi á stöðu starfsfólks innan stéttarfélaga, stöðu trúnaðarmanna og félagslega kjörinna fulltrúa. Um það vil ég segja: það eiga allir skilið að líða vel í starfi, og á það jafnt við um starfsfólk, trúnaðarmenn eða félagslega kjörið fólk. Starfsfólk stéttarfélaganna er í framlínu frá degi til dags í þjónustu við félagsmenn. Það mæðir oft mikið á því fólki og það á heiður og virðingu skilda fyrir að sinna sínum störfum. Enda velst þar iðulega til starfa fólk sem trúir á mikilvægi vinnunnar, nauðsyn þess að tryggja heilbrigt, öruggt og réttlátt starfsumhverfi og hefur vilja til að vernda og styrkja stöðu launafólks á vinnumarkaði. Í flestum stéttarfélögum, líkt og á öðrum vinnustöðum, eru starfandi trúnaðarmenn starfsfólks. Trúnaðarmönnum ber að tala máli starfsfólks inni á vinnustað en það getur verið afar erfið staða eins og trúnaðarmenn um allt land vita mæta vel. Það er engin tilviljun að trúnaðarmenn njóta lagalegrar verndar enda geta þeir lent á milli steins og sleggju þegar erfið mál koma upp á vinnustöðum. Þótt skerist stundum í odda innan stéttarfélaga og innan verkalýðshreyfingarinnar þá skiptir máli að halda athyglinni á starfinu sjálfu. Félagsmenn geti leitað til síns félags eftir þjónustu og baráttan fyrir þeirra hagsmunum haldi áfram hvað sem öðru líður. Kraftur verkalýðshreyfingarinnar er í gegnum samstöðu og þess vegna er það grundvallaratriði að traust og gagnkvæm virðing sé ríkjandi. Okkar bíða risavaxin verkefni, kjarasamningar á næsta ári auk þeirra fjölmörgu atriða sem þarf að þrýsta á stjórnvöld að efna, ekki síst í húsnæðismálum til að bæta lífsgæði vinnandi fólks og almennings alls. Verkefnið núna er að horfa fram á veginn og vinna að þessum aðkallandi verkefnum. Góða helgi,Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar