Björt framtíðarsýn fyrir Ísland Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 14:30 Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Byggðamál Vinstri græn Alþingi Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Framtíðarsýn er Íslands er björt og alveg hreint sérstaklega ef sú byggðastefna sem Alþingi var með til umfjöllunar á síðasta þingi nær fram að ganga nú á komandi þingvetri. Í henni segir m.a.: „Ísland verði í fremstu röð með trausta og örugga innviði, öflug sveitarfélög, verðmætasköpun og framsækna þjónustu. Tækni tengi byggðir landsins og Ísland við umheiminn í jafnvægi við umhverfið.“ - Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036. Samhæfð byggðastefna Þessi nýja og uppfærða byggðastefna er ekki bara metnaðarfull í orði, henni fylgir fjármagn og aðgerðaráætlun. Því þarf þó alltaf að fylgja eftir í fjárlögum hvers árs og þar þurfum við þingmenn að vinna þétt saman svo allar þessar góðu aðgerðir nái fram að ganga, byggðum landsins til heilla. Áætlunin er unnin með tilliti til Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem eru mikilvægur vegvísir samfélagsþróunar næstu ára. Þau mynda samþætt jafnvægi hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Byggðastefnunni er jafnframt ætlað að samhæfa aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum. Byggðamál heyra í dag undir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti en það er auðvitað þannig að byggðamál snerta flesta málaflokka ríkisins og varða þannig öll ráðuneyti. Því er þessi samhæfing svo mikilvæg ef vel á að ganga. Samhliða endurskoðun byggðaáætlunar hefur verið unnið að tilraunaverkefni undir leiðsögn forsætisráðuneytisins þar sem hugað hefur verið sérstaklega að kynja- og jafnréttissjónarmiðum. Þetta er virkilega mikilvæg og spennandi nálgun þar sem atvinnulífið á mörgum svæðum um landið er enn ansi karllægt og mikilvægt er að auka fjölbreytni starfa. Um 64% búa á höfuðborgarsvæðinu Helstu áskoranir og viðfangsefni á sviði byggðaþróunar eru fækkun íbúa á sumum svæðum, einhæft atvinnulíf, tækniþróun, samspil þéttbýlis, uppbygging innviða, umhverfis- og loftslagsmál og samkeppnishæfi. Um 64% íbúa landsins búa á höfuðborgarsvæðinu og er þetta verulega hærra hlutfall en í nágranna löndunum. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulag og aðgengi að grunnþjónustu . Lykil viðfangsefni Fjölbreytt atvinnulíf er lykilviðfangsefni þar sem ekkert rými er fyrir stóriðjulausnir því við þurfum í einu og öllu að huga að sjálfbærni og að við göngum ekki úr hófi fram á umhverfi og loftslag. Nýsköpun og græn störf er það sem við þurfum. Okkur er tíðrætt um innviði og er það engin furða. Við þurfum góðar samgöngur, bæði til að styrkja byggðaþróun og styrkja vinnu- og þjónustusóknarsvæði. Við þurfum aðengi að endurnýjanlegri orku og háhraða fjarskiptatengingar. Aðgengi að grunnþjónustu skiptir höfuðmáli þegar fólk velur sér búsetu. Það þurfum við að tryggja. Hin stefnumótandi byggðaáætlun tekur að sjálfssögðu mið af umhverfis- og loftslagsmálum. Aukin verndun náttúruverðmæta styrkir stoðir þjónustu í héraði. Þá þarf að efla græna orkuframleiðslu og vinna að orkuskiptum til að mæta markmiði um að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Á tímum hnattvæðingar hefur samkeppni um fólk og fyrirtæki aukist og þá skiptir máli að stuðla að samspili þéttbýlis og dreifbýlis til uppbyggingar sjálfbærra byggðarlaga. Mannlíf, menning og blómlegt atvinnulíf er aðdráttarafl og líka óspillt náttúra og kyrrð. Þessu þurfum við að hlú að og vekja athygli á. Hér hef ég aðeins farið stuttlega yfir þau fjölmörgu atriði sem tíunduð eru í þessari tillögu að uppfærðri byggðaáætlun. Það er mjög brýnt að þingið samþykki þessa þingsályktunartillögu svo stjórnvöld geti gefið í og stutt með enn markvissari hætti við þau fjölmörgu tækifæri sem við blasa um land allt. Á sumum svæðum má engan tíma missa. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun